Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi
Fréttir 4. mars 2020

Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi

Höfundur: /ehg/Nationen
Nú hefur Q-mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. 
 
Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. 
 
Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. 
 
Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030.
 
Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.