Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi
Fréttir 4. mars

Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi

Höfundur: /ehg/Nationen
Nú hefur Q-mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. 
 
Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. 
 
Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. 
 
Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030.
 
Demantshringurinn formlega opnaður
Fréttir 25. september

Demantshringurinn formlega opnaður

Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Fréttir 25. september

Ferskt íslenskt grænmeti og salat

Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir.  Þeir sem eru með m...

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Fréttir 25. september

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu

Skattafrádráttur vegna skógræktar
Fréttir 25. september

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjus...

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Fréttir 24. september

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Heildarfjöldi umsókna 92 um þrjár stöður skrifstofustjóra í atvinnuvega- nýsköpu...

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur
Fréttir 24. september

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur

Samráðshópur um betri merkingar matvæla hefur skilað tólf tillögum til sjávarútv...

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára
Fréttir 24. september

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára

Á hverju ári taka NMSM samtökin, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ý...

Mótun landbúnaðarstefnu
Fréttir 24. september

Mótun landbúnaðarstefnu

Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrirliggj...