Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Mynd / Hilmar Þorsteinsson
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Flutningur sálmanna á sér áratuga venju sem rekja má til fyrsta flutnings Eyvindar Erlendssonar leikara á verkinu í heild sinni árið 1988. Í ár ber föstudaginn langa upp á 29. mars og flutningurinn hefst klukkan 13.00 í Hallgrímskirkju og er áætlað að honum ljúki um kl. 18.30.

Í fréttatilkynningu segir að Passíusálmarnir séu dramatískt, trúarlegt verk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu á hátindi skáldferils Hallgríms Péturssonar. Þeir hafi fljótt orðið eitt helsta íhugunar- og huggunarrit íslensku þjóðarinnar og haldi ótrúlega vel gildi sínu á því sviði. Því þyrpist hlustendur ár hvert til að hlýða á sálmana í Hallgrímskirkju, sem og í aðrar þær kirkjur sem bjóði upp á flutning verksins. Flytjendur að þessu sinni verða fimm: Einar Örn Thorlacius, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem hefur umsjón með flutningnum.

Árið 2024 er þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, 27. október 1674. Af því tilefni er ýmislegt á dagskrá í Hallgrímskirkju og víðar til þess að heiðra minningu skáldsins. Passíusálmalesturinn verður því að þessu sinni skreyttur söng milli þátta verksins, m.a. í útsetningum Smára Ólasonar tónlistarfræðings. Stjórnendur verða Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, og Steinar Logi Helgason kórstjóri.

Umsjónarmaður með flutningnum, Steinunn Jóhannesdóttir, er rithöfundur, leikkona og leikstjóri. Hún hefur oft áður stjórnað flutningi Passíusálmanna, bæði í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...