Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fréttir 3. júní 2019

Óveður og uppkaup jarða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 450 þúsund hektarar af kornökrum og 34 þúsund af beitilandi í miðríkjum Banda­ríkjanna skemmdust vegna vatns sem huldi landið í kjölfar fellibyls sem gekk yfir ríkin í mars síðastliðnum. Stór mat­vælafyrirtæki kaupa upp jarðir í stórum stíl í von um nýjan markað í kjölfar Brexit.

Skemmdir í kjölfar flóðanna eru gríðarlegar, bæði á korni og vegna dauðs búfjár og mun hafa veruleg áhrif á afkomu margra bænda sem nú þegar eru skuldum hlaðnir.

Veðrið að breytast

Fulltrúi bænda á svæðinu segist aldrei hafa upplifað annað eins og að það eigi eftir að taka mörg ár að lagfæra verstu skemmdirnar. Hann segir að fellibylurinn hafi komið í kjölfar metkulda í janúar og óvæntrar snjókomu í febrúar.

Veðurfræðingar segja að loftslagsbreytingar séu farnar og munu í framtíðinni hafa veruleg áhrif til breytinga á landbúnaði í Bandaríkjunum. Spár gera ráð fyrir meiri öfgum í veðri í miðríkjunum og að víða muni verða erfitt að stunda landbúnað af þeim sökum.

Uppkaup risafyrirtækja í jörðum

Á sama tíma og bændur víða í miðríkjum Bandaríkjanna eiga erfiðara með að ná endum saman sjá stór matvælafyrirtæki sér hag í að kaupa upp jarðir og leigja þær leiguliðum. Uppkaup fyrirtækjanna stafa meðal annars af því að þau sjá fyrir sér nýjan markað í Bretlandi eftir að Brexit gengur að fullu í gildi.
Í samningum leiguliðanna kemur fram að þeim beri að framleiða það sem fyrirtækin segja þeim og oftar en ekki á fyrirfram ákveðnu verði og hefur slíkt þegar leitt til fjölgunar verksmiðjubúa til að halda kostnaði niðri. Leiguliðarnir bera aftur á móti sjálfir ábyrgð á uppskerunni og kostnaðinum ef hún bregst.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...