Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jóhann Rúnar Skúlason vann töltið örugglega og hreppti því tölthornið eftirsótta - enn einu sinni fyrir Ísland við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
Jóhann Rúnar Skúlason vann töltið örugglega og hreppti því tölthornið eftirsótta - enn einu sinni fyrir Ísland við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
Fréttir 11. ágúst 2019

Óvænt úrslit á lokadegi HM í Berlín

Höfundur: Ritstjórn

Úrslitadagurinn á HM hófst snemma, eða klukkan átta að morgni, með A-úrslitum í slaktaumatölti fullorðinna. Íslendingar bundu miklar vonir við Jakob Svavar Sigurðsson og Júlíu frá Hamarsey, en þetta var eina greinin sem þau tóku þátt í og þau voru þriðju inn í úrslitin. Jakob og Júlía fóru vel af stað, þau fengu m.a. 9,0 frá þremur dómurum fyrir tölt á frjálsri ferð og líka gott fyrir hæga töltið, en ekki gekk eins vel þegar riðið var við slakan taum og þar fengu þau 6,67. Sú einkunn vegur tvöfalt í því ljóst að gullið yrði ekki þeirra og aðaleinkunnin 7,54. Sigurvegarinn var hins vegar Julie Christiansen frá Danmörku á Stormi frá Hemlu, með 8,67.

Töltmeistarinn í stuði

Næst tóku við A-úrslit í tölti T1 í flokki ungmenna. Þar áttu íslendingar sinn fulltrúa, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, sem reið Koltinnu frá Varmalæk. Þær voru í 2. sæti eftir forkeppnina og héldu því sæti í úrslitunum með 7,39. Franziska Mueser frá Þýskalandi vann þessa grein á Speli frá Njarðvík, hesti sem er Íslendingum góðkunnur enda var hann í íslenska landsliðinu í Hollandi fyrir tveimur árum ásamt Ásmundi Erni Snorrasyni sem einnig er í landsliðinu núna.

Þjóðverjar byrja daginn snemma

Úrslita í tölti fullorðinna er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu, en þau fóru fram rétt rúmlega níu í morgun, en hafa hingað til yfirleitt verið lokapunkturinn á dagskrá mótanna. Nokkuð var rætt um þessa uppröðun og hversu snemma dagskráin byrjaði, en fólk reif sig upp snemma og mætti eldhresst í stúkuna þrátt fyrir þetta. Jóhann Rúnar Skúlason var efstur eftir forkeppni og hann reið inn á fullur af sjálfstrausti og sigurvilja og stimplaði sig inn strax á hæga töltinu þar sem hann fékk 9,50, fyrir hraðabreytingar fékk hann 9,0 og að lokum fyrir greitt tölt 9,33, sem þýddi 9,28 í lokaeinkunn. Jóhann vann örugglega og lyfti því tölthorninu enn einu sinni fyrir Ísland við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.


Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru renndu fyrri skeiðsprettinn á 7,35 og hrepptu gull.

Gullsprettur Konráðs og Losta

Keppt var í 100 m flugskeiði á milli úrslita og þar náðu Íslendingar í enn eitt gullið þegar Konráð Valur Sveinsson renndi fyrri sprettinn á 7,35. Eini spretturinn sem þeir Losti frá Ekru lágu á mótinu, en sá var aldeilis gullsins virði! Í flokki ungmenna var það Helen Klaas frá Þýskalandi á Víf van´t Groote Veld sem var fljótust á 7,48 sek.

Óvæntur sigur í fjórgangi

Allrar augu voru á Árna Birni Pálssyni og Flaumi frá Sólvangi sem komu fyrstir inn í úrslitin og væntingar Íslendinga miklar. Árni Björn lenti hins vegar í vandræðum bæði á brokki og greiðu tölti þar sem hann missti hestinn upp af gangtegundinni sem var í dómi og það er dýrkeypt. Árni Björn endaði í 5. sæti og hlaut í einkunn 7,03. Jóhann R. Skúlason hafði hins vegar sagt í viðtali að hann ætlaði að vinna bæði tölt og fjórgang og hann stóð við stóru orðin. Jóhann reið af miklu öryggi í gegnum fjórgangsúrslitin, lét ekkert trufla sig og gerði engin mistök, niðurstaðan 7,97 og fyrsta sætið.

Jon Stenild og Eilífur skeiðuðu til sigurs

Íslendingar áttu engan fulltrúa í úrslitum fimmgangi ungmenna en þar sigraði Leonie Hoppe með 6,71 á Fylki vom Kranichtal fyrir Þýskaland. Í flokki fullorðinna var Olil Amble hins vegar efst inn í úrslit á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og vonir bundnar við gott gengi þeirra. Þau áttu hins vegar ekki sinn besta dag, byrjuðu reyndar vel á töltinu þar sem þau fengu 7,50, en skeiðið var ekki eins og best gengur svo einkunnin þar var ekki nema 4,50 sem þýddi að toppbaráttunni væri lokið enda vegur skeiðið, líkt og töltið, tvöfalt í þessari keppnisgrein. Gústaf Ásgeir Hinriksson hélt fimmta sætinu á Sprota frá Innri- Skeljabrekku með 6,53, en sigurvegarinn í þessari grein varð hinn danski Jon Stenild og Eilífur fra Teglborg fengu yfir átta fyrir bæði tölt og skeið og unnu verðskuldað eftir frábæra frammistöðu.

Samanlagðir sigurvegarar í fimmgangsgreinum urðu Elsa Teverud frá Svíþjóð á Kopar frá Sunnuhvoli og í flokki fullorðinna Magnús Skúlason sem einnig keppir fyrir Svíþjóð á Valsa fran Brosarpsgarden.

Skin og skúrir

Heilt yfir getur íslenska landsliðið glaðst yfir góðum árangri, mörg gull á kynbótabrautinni og í skeiðgreinum, en vissulega vonbrigði fyrir suma í hringvallargreinum, á meðan aðrir komu á óvart. Mótið var vel sótt og greinilegt að íslenski hesturinn heldur áfram að heilla fólk um heim allan. Nú tekur við frágangur og heimferð, bæði fólks og hesta, þar á meðal hestanna sem komu frá Íslandi og halda nú til nýrra heimkynna. Næsta mót verður haldið að tveimur árum liðnum í Danmörku.

 

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...