Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal að moka upp eitt af hrossum sínum sem fennti í kaf í óveðrinu í síðustu viku.
Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal að moka upp eitt af hrossum sínum sem fennti í kaf í óveðrinu í síðustu viku.
Fréttir 19. desember 2019

Óttast að yfir hundrað hross hafi drepist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert af útigangshrossum drápust í óveðrinu sem gekk yfir landið fyrir stuttu. Talið er að rúmlega 70 hross hafi drepist en óttast er um afdrif fleiri. Flest hross drápust í Húnavatnssýslum.

Hross sem lifðu óveðrið af voru mörg örmagna af þreytu og þurfti björgunarfélagið Blanda á Blönduósi að sinna fjölda verkefna tengdum hrossum í veðrinu.

Mörg hross fenntu í kaf í skjóli

Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir að Syðri-Völlum í Miðfirði, segir að hún hafi staðfest að 70 hross hafi drepist en að sú tala eigi örugglega eftir að hækka. „Hrossin sem drápust fenntu mörg hver í kaf í skjóli, bæði náttúrulegu og manngerðum. Hrossin hröktust undan veðrinu og fóru í skurði, að girðingum þar sem hlóðst að þeim og sum fóru í skafla þar sem þau fóru á kaf og snjórinn svo þungur og pakkaður að þau gátu enga björg sér veitt.

Ég geri fastlega ráð fyrir því að tala dauðra hrossa vegna óveðursins eigi eftir að hækka og að hún fari yfir hundrað.

Aðstæður sem enginn ræður við

„Við svona aðstæður ræður enginn við neitt. Það reyndu margir að gera vel við hrossin og koma þeim í skjól og fóður en í fæstum tilfellum skilaði það tilætluðum árangri.

Öll hrossin sem lifðu storminn af eru ofboðslega þreytt eða hreinlega uppgefin og flest hrossin sem grófust undir hafa verið aflífuð. Það er eitthvað verið að reyna að bjarga folöldum en tvísýnt hvort þau lifa af.“

Ingunn segir að margir geldingar sem voru með skaufann úti og gátu ekki dregið hann inn hafi ekki getað migið frá því að veðrinu slotaði og aðrir hafa heldur ekki getað skitið og allt stopp. „Ég hef verið að meðhöndla þrjá þannig sem ég hafði litla trú á að myndu jafna sig en þeir eru samt að koma til. Önnur hross hafa ofkælst og fengið lungnabólgu og svo er farinn að detta inn hrossasótt um leið og þau komast í fóður.“ 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...