Opinn dagur hjá Búvís í dag
Búvís stendur fyrir opnum degi og vélasýningu í dag föstudag 23. ágúst.
Opið verður á Grímseyjargötu frá 12 til 19 og verður öðrum verslunum boðið að þátt í „pop-up“-viðburðum. Til sýnis verða hinar ýmsu vélar og tæki, auk þess em boðið verður upp á léttar veitingar ásamt fræðslu og skemmtilegu spjalli.
Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri á að prófa einn fullkomnasta áburðardreifara sem völ er á í dag frá Rauch sem er GPS stýrður. Þannig hámarka bændur nýtingu á tilbúnum áburði sem hefur bein áhrif á gæði fóðurs og nákvæmni í áburðargjöf hefur jákvæð umhversfsleg áhrif.
Búvís er innflutningsaðili, sölu,- og þjónustufyrirtæki á vinnu og landbúnaðartækjum. Fyrirtækið hefur verið staðsett á Akureyri frá 2006.