Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólöglegt er að markaðssetja salmónellusmitað kjöt á Íslandi
Fréttir 14. desember 2017

Ólöglegt er að markaðssetja salmónellusmitað kjöt á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formenn búgreinasamtaka á Íslandi hittust á fundi fyrir skömmu til að ræða úrskurð EFTA-dómstólsins um að ólöglegt væri að banna innflutning á fersku kjöti til Íslands.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þungt hljóð hafi verið í mönnum á fundinum. Sérstaklega þeim sem eru í hvíta geiranum, svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðslu. „Í máli þeirra kom fram að óheftur innflutningur á kjöti og eggjum muni hafa mikil áhrif á afkomu greinanna þar sem samkeppnisstaða þeirra versni til muna. Formaður Félags eggjabænda sagði á fundinum að ef ekkert verði að gert muni eggjaframleiðsla að mestu leggjast af í landinu. Formaður kjúklingabænda benti einnig á að tollur af ferskum kjúklingum er lægri en á frystum og slíkt þar með hvati til að flytja þá inn.“

Bannað að markaðssetja salmónellusýkt kjöt

Samkvæmt lögum má ekki gera meiri eftirlitskröfur með innfluttu kjöti en gert er við innlent kjöt. Sindri segir að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki setja á markað salmónellusmitað kjöt og að ef slíkt smit komi upp hérlendis, til dæmis í kjúklingaeldi, sé öllum fuglunum fargað. Komi upp kamfýlóbakter-sýking má heldur ekki setja kjötið á markað nema það hafi verið hitameðhöndlað eða fryst áður. 

Sindri segir að samkvæmt niðurstöðu EFTA-dómstólsins megi flytja inn ógerilsneydda mjólk til landsins en ekki markaðssetja hana, alveg eins og ekki megi setja ógerilsneydda innlenda mjólk á markað.
„Ég tel því eðlilegt að spyrja hvort hið sama gildi ekki um hrátt innflutt kjöt komi í ljós að það sé smitað af salmónellu eða kamfýlóbakter. Eðlilegast væri þá að hráu salmónellusmituðu kjöti yrði fargað og beri kjötið í sér kamfýlóbakter þyrfti að hitameðhöndla það eða frysta áður en það er sett á markað alveg eins og gert er með innlent kjöt. Það hlýtur að gilda það sama hvort sem er.“

Lítið um sýkingar hér á landi

Víða erlendis er litið svo á að salmónella og kamfýlóbakter sé landlæg og því lítið að gert og víða er ekki skimað fyrir kamfýlóbakter-sýkingum. Til samanburðar má geta þess að tíðni kamfýlóbakter-tilfella í eldi á Íslandi er undir 5% en hefur mælst allt að 75% í verslunum í Bretlandi. Hér á Íslandi fer slík vara ekki í verslanir án frystingar eða hitameðhöndlunar, eins og áður segir.

Ráðherra verður að semja upp á nýtt

„Pólitísk afstaða okkar hvað varðar úrskurð EFTA-dómstólsins er sú að viðskiptafrelsi virðist yfirtrompa allt. Þættir eins og lýðheilsa, matvælaöryggi og heilsa búfjár virðist ekki skipta þar neinu máli.

Dómurinn er í sjálfu sér furðulegur vitandi það að fyrir nokkrum árum komst upp um að það var verið að selja hrossakjöt sem nautakjöt innan Evrópusambandsins og í vor komst upp um að mikið af eggjum í löndum Evrópusambandsins innihéldu skordýraeitrið fipronil sem er bannað að nota við matvælaframleiðslu.

Ef niðurstaðan er sú að samningarnir eru svona lögfræðilega niðurnjörvaðir og ferkantaðir þá er það mitt mat að ráðherra landbúnaðarmála verði einfaldlega að nesta sig vel og fara til Brussel og semja upp á nýtt. Ef ekki þá verðum við að skoða með hvaða hætti við getum varið lýð- og búfjárheilsu í landinu sem best og taka upp öflugra eftirlit með innflutningnum eftir því sem við á og má.“

Enginn tryggingarsjóður vegna búfjársjúkdóma

Að lokum bendir Sindri á að í Evrópusambandinu sé tryggingarsjóður sem bæti tjón bænda af völdum búfjársjúkdóma en slíkur sjóður er ekki til hér á landi. „Það er því eitthvað sem við verðum að hugsa til hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra bænda og kollega þeirra í Evrópusambandinu.“

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...