Veiruskita herjar á eyfirska nautgripi
Matvælastofnun brýnir fyrir kúabændum í Þingeyjarsýslum og á Héraði að huga vel að sóttvörnum til að forðast að veiruskita sem hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu breiðist frekar út, en hún virðist vera farin að stinga sér einnig niður á þessum svæðum.