Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Fréttir 11. febrúar 2020

Afríska svínapestin finnst nú í níu ríkjum Evrópusambandsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afríska svínapestin (ASF) heldur áfram að breiðast um ríki Evrópu­sambandsins samkvæmt upplýsingum  Matvæla­öryggis­stofnunar Evrópu (EFSA). 
 
Greint var frá nýrri úttekt EFSA fimmtudaginn 30. janúar. Í skýrslunni, sem fjallar um tímabilið nóvember 2018 til október 2019, kom í ljós að sjúkdómurinn hafði  hægt og rólega verið að flytjast yfir ESB-löndin, aðallega í suðvesturátt. Alls hefur smitið borist til níu landa innan ESB. Þar má nefna Pólland, Lettland, Litháen, Eistland, Slóvakíu, Belgíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjaland.
 
Í skýrslunni kom hins vegar einnig í ljós að Tékkland er nú opinberlega laust við ASF-veiruna, þó að sjúkdómurinn hafi verið staðfestur í nágrannalandinu Slóvakíu sem var hluti af gömlu Tékkóslóvakíu. 
 
Tíðni sjúkdómsins reynist vera mjög mismunandi milli aðildarríkjanna. Margir þættir virðast hafa áhrif á það, eins og fjöldi alisvína, landfræðilegar aðstæður og hegðun villisvínastofnsins á viðkomandi svæðum. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru „bakgarðsræktendur“ svína í mesta áhættuhópnum. Svín sem fólk er að ala upp í bakgarðinum hjá sér eða á túnum eru ekki í afmörkuðu og stýrðu umhverfi eins og er á svínabúunum. Því eru svínin óútreiknanlegri og erfiðara að koma í veg fyrir að þau smitist t.d. af villtum svínum. 
 
Í skýrslunni er bent á leiðir til að forðast smit. Þær ráðleggingar fela m.a. í sér að setja upp varnagirðingar og auka eftirlit með villisvínum. Slíkar ráðstafanir hafa gefið góðan árangur eins og í Belgíu. 
 
Enn sem komið er hafa ekki verið til nein bóluefni gegn ASF-vírusnum, en það kann að standa til bóta.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...