Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Mynd / smh
Fréttir 14. mars 2023

Óheimilt að nota örmerki oftar en einu sinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óvissa er um reglur varðandi notkun örmerkja á Íslandi. Sá möguleiki er fyrir hendi að bændum verði ekki heimilt að taka örmerki með sér heim úr sláturhúsi í haust.

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að í úttekt Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) á sauðfjárslátrun á Íslandi síðastliðið haust, hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau. „Þetta verklag hefur verið viðloðandi um langan tíma og hefur verið forsenda fyrir því að bændur hafa ákveðið að innleiða notkun örmerkja.“

Einkvæm einstaklingsnúmer

Unnsteinn Snorri segir að í grunninn byggi þetta mál á Evrópureglugerð frá árinu 2016 (Animal Health Law, Regulation (EU) 2016/429) sem hafi verið innleidd hér á landi. „Í þeirri reglugerð er gert ráð fyrir því að það sé skylda að örmerkja allt sauðfé, fyrir því er undanþága ef heildarfjöldi sauðfjár í landinu er undir 600.000. Hér á landi er því ekki skylt að örmerkja sauðfé.

Hins vegar kemur skýrt fram í þessari reglugerð að örmerki, líkt og einstaklingsnúmer gripa, eiga að vera einkvæm, sem þýðir að þau eiga ekki að geta komið fram á öðrum gripum sem er vandamálið hér.

Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi á komandi hausti. Það hefur þó ekki verið gefið formlega út og þurfa bændur því að gera ráð fyrir því að þessi undanþága verði ekki í boði aftur,“ segir Unnsteinn Snorri.

Óvissa ríkir um reglur

Hann segir að málið sé í skoðun hjá matvælaráðuneytinu, Matvælastofnun og Bændasamtökum Íslands.

„Allir aðilar eru samstiga í að leita að farsælli lausn í þessu máli. Að svo stöddu er lítið annað hægt að segja en að óvissa ríki um þær reglur sem munu gilda um notkun örmerkja í komandi framtíð.“

Skylt efni: örmerki

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...