Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Fólk þarf fjölbreytta fæðu og við breytum ekki um kúrs á einni nóttu. Hér framleiðum við vandaðar og hollar búvörur í okkar nærumhverfi og nýtum til þess náttúru landsins og auðlindir,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ.
„Fólk þarf fjölbreytta fæðu og við breytum ekki um kúrs á einni nóttu. Hér framleiðum við vandaðar og hollar búvörur í okkar nærumhverfi og nýtum til þess náttúru landsins og auðlindir,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. ágúst 2019

Óheillaskref að banna kjöt og aðrar dýraafurðir í mötuneytum Reykjavíkurborgar

Höfundur: Ritstjórn

Það er óraunhæft að hætta alfarið með dýraafurðir í mötuneytum Reykjavíkurborgar í því augnamiði að sporna gegn hlýnun jarðar. Ef að slíkar hugmyndir kæmust til framkvæmda yrði þjóðin ennþá háðari innflutningi á matvælum en hún er í dag. Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, telur að það sé þó fullkomlega eðlilegt að ræða um neyslubreytingar vegna hlýnunar jarðar og bændur vilji gjarnan eiga það samtal við neytendur og grípa til viðeigandi ráðstafana.

Margir sperrtu eyrun þegar fréttastofa Rúv birti viðtal við borgarfulltrúann Líf Magneudóttur og Benjamín Sigurgeirsson, formann Samtaka grænkera á Íslandi, þar sem m.a. kom fram að hugmyndir væru uppi um að draga úr eða hætta alfarið að bjóða upp á kjöt í grunnskólum borgarinnar til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Um 23 þúsund manns borða í mötuneytum Reykjavíkurborgar á degi hverjum, sem alls eru í kringum 7,7 milljónir máltíða á ári. Leik- og grunnskólabörn eru í meirihluta og síðan kemur starfsfólk borgarinnar.

Á Facebooksíðu borgarfulltrúans, sem er jafnframt fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, tók Líf dýpra í árinni þar sem hún sagði það sína skoðun að meginuppistaðan í máltíðum ætti að vera grænmeti og ávextir og að: “Við ættum að draga verulega úr framboði dýraafurða eða hætta alfarið að bjóða upp á þær í mötuneytum borgarinnar.“ Þegar leið á daginn í dag dró Líf aðeins í land þegar hún sagði að meirihlutinn í borginni væri ekki samstíga um að taka allt kjöt úr mötuneytum.

Íslenskir bændur vilja minnka sótspor innlendrar framleiðslu

Formaður Bændasamtakanna, Guðrún S. Tryggvadóttir, segir að bændum sé mjög hugleikið að bregðast við loftslagsvandanum og að þeir axli sína ábyrgð í þeim efnum. „Við bændur getum gert ýmislegt til þess að minnka kolefnisfótspor okkar framleiðslu. Sumar búgreinar, eins og t.d. sauðfjárræktin og garðyrkjan, hafa gert greiningu á sínu kolefnisfótspori og markað stefnu til að bregðast við með kolefnisjöfnun. Það er m.a. gert með skógrækt, endurheimt votlendis, kynbótum og bættum búskaparháttum, bættri landnýtingu og aukinni fagmennsku í landbúnaði. Allt þetta vegur upp á móti kolefnisfótspori matvælaframleiðslunnar sem er okkur öllum nauðsynleg.“

Guðrún segir að það borgi sig að stíga varlega til jarðar og reikna dæmið til enda. Ef dýraafurðir færu af matseðlinum yrði óhjákvæmilegt að flytja inn aðrar matvörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi. Innflutningur á mat hafi sínar dökku hliðar og hann sé ekki alltaf umhverfisvænn.

„Aukinn innflutningur á mat kallar á meiri flutninga með tilheyrandi brennslu jarðefnaeldsneytis. Sumar matvörur koma hingað með flugi frá löndum þar sem skógar eru felldir eða jafnvel brenndir fyrir aukið ræktarland.“

Hvetjum til ábyrgrar neyslu

Í umfjöllun um mögulegar breytingar á matseðli skólamötuneyta hefur komið fram að taka þurfi tillit til misjafnra þarfa barna sem eru að vaxa úr grasi. Varðandi fjölbreytni í mötuneytum og manneldismarkmið segir Guðrún að matvæla- og næringarfræðingar geti svarað til um þá þætti málsins.

„Við hvetjum einfaldlega til þess að fólk sé meðvitað um það sem það borðar og að það skipti máli að vera ábyrgur neytandi. Í því felst m.a. að spyrja gagnrýninna spurninga, t.d. um framleiðsluhætti, uppruna, lyfjanotkun og kolefnisfótspor þess sem er á boðstólum. Það skiptir máli hversu langt maturinn okkar hefur ferðast frá framleiðslustað á diskinn.“

Það er hægt að efla innlenda matvælaframleiðslu enn frekar

Guðrún segir að Íslendingar eigi að spyrja sig hvernig hægt sé að efla innlenda matvælaframleiðslu í stað þess að horfa til aukins innflutnings á mat. „Ódýrari raforka til grænmetisframleiðslu myndi strax verða til þess að efla garðyrkjugeirann og umfangsmeiri rannsóknir á sviði landbúnaðar gætu gagnast til þess að framleiða meiri mat á Íslandi með minna kolefnisfótspori,“ segir Guðrún og nefnir að auki að innlendri matvælaframleiðslu fylgi fjöldi afleiddra starfa, sérstaklega á landsbyggðinni.

Óheillaskref að banna tilteknar matvörur með öllu

Það að ætla sér að fella kjöt eða aðrar dýraafurðir út af matseðlinum í mötuneytum höfuðborgarinnar væri óheillaskref að mati formanns Bændasamtakanna. „Fólk þarf fjölbreytta fæðu og við breytum ekki um kúrs á einni nóttu. Hér framleiðum við vandaðar og hollar búvörur í okkar nærumhverfi og nýtum til þess náttúru landsins og auðlindir. Bændur vilja vera í fararbroddi og mæta loftslagsvandanum af ábyrgð. Þar geta þeir sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar.“

Loftslagsvænn landbúnaður

Guðrún bendir á að það skipti verulegu máli hvernig maturinn sé framleiddur og að íslenskur landbúnaður sé vel í stakk búinn að leggja sitt af mörkum. Þá sé skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis mikilvægir þættir til þess að binda kolefni.

„Við höfum nú þegar í samvinnu við stjórnvöld unnið vegvísi landbúnaðarins í loftslagsmálum en hann verður kynntur innan tíðar. Þar er markmiðið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og leggja fram raunhæfar tillögur til lausna fyrir greinina. Okkar áherslur felast meðal annars í því að hlúa að jarðvegsauðlindinni og rækta sem mest að því fóðri og afurðum sem þarf hér á landi. Við viljum aukna sjálfbærni og minnka flutninga með mat og dýrafóður. Við þurfum líka að draga úr sóun, bæta framleiðsluferla og tileinka okkur tækninýjungar sem stuðla að minni losun. Það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands.

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...