Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Limur nautgrips sem borðað er í Kína.
Limur nautgrips sem borðað er í Kína.
Mynd / Anja Barte Telin
Fréttir 19. júní 2019

Ógeðslegasti matur heims settur á stall

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í lok síðasta árs var opnað eitt sérkennilegasta safn sem hægt er að fara á í Malmö í Svíþjóð þar sem yfir 80 tegundum af versta eða ógeðslegasta mat sem til er í heiminum er gert hátt undir höfði. 
 
Vegna vinsælda safnsins ákváðu forsvarsmenn þess að opna annað útibú nokkrum vikum síðar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Meðal þess sem sjá má og lykta af á safninu er íslenskur kæstur hákarl sem stillt er upp í sýningarrýminu með flösku af íslensku brennivíni.
 
„Samuel West, kunningi minn, fékk hugmyndina að safninu eftir að hafa komið safni mistaka af stað, þar sem sjá má um 100 vörur sem flokkast sem mistök í vöruhönnun, margar hverjar frá þekktustu fyrirtækjum heims. Við ákváðum að taka höndum saman og gera ógeðslega matnum hærra undir höfði,“ útskýrir Andreas Ahrens, framkvæmdastjóri safnsins.
 
Íslenski hákarlinn á sinn stað á safninu við hliðina á flösku af íslensku brennivíni.
 
 
Gott skemmtanagildi
 
Matur er miklu meira en bara næring, áferð, lykt og bragð haldast í hendur og það voru þessir þættir sem vöktu áhuga þeirra Andreas og Samuels. Þeir höfðu þá hugmynd að þessi skrýtni matur, sem kemur alls staðar að úr heiminum, gæti tengt fólk saman því að með því að deila máltíð geti það jafnvel breytt ókunnugum í vini.
 
„Gestirnir elska safnið þó að margir þeirra hafi kúgast hérna inni! Mjög margir hafa sagt við okkur að þetta sé besta safn sem þeir hafa komið á og með mesta skemmtanagildið. Við sýnum hér 82 diska frá öllum heimshornum, eins og brenndan naggrís frá Perú, surströmming frá Svíþjóð, íslenska hákarlinn og ítalska Casu marzu sem er sýktur ostur með möðkum í. Á sýningunni er matur frá um 40 löndum þar sem verst lyktandi maturinn að mínu mati er íslenski hákarlinn en bragðið af honum er þó ekki svo slæmt,“ segir Andreas brosandi.

9 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...