Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Mynd / ál
Fréttir 20. mars 2024

Óflokkanlegar umbúðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bréfpakkningarnar á smjöri þurfa að fara í almennt sorp þar sem þær eru úr samsettu efni sem er ekki hæft til endurvinnslu.

Silfurlitaða bréfið á 500 og 250 g smjöri er laminerað úr áli plasti og pappa, og á það sama við um græna bréfið utan um ósaltað 250 g smjör. 400 g bakkarnir eru úr plasti og pappír sem neytandinn getur sjálfur skilið í sundur fyrir flokkun.

Í svari við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Mjólkursamsalan (MS) horfi til þróunar í einþátta og endurvinnanlegum umbúðum, en þar sé þróunin ekki eins hröð og vonir stóðu til. Þá þurfi að huga að ýmsu varðandi slíkar breytingar, eins og hvort breyttar umbúðir gangi í þann tækjabúnað sem MS hafi yfir að ráða og hvort þær tryggi geymsluþol vörunnar. 

Fulltrúi MS bendir á að mjólkursamlagið Arla noti að mestu lamineraðar umbúðir fyrir smjör sem framleitt er undir danska vörumerkinu Lurpak. Þar á bæ hafi verið kynntar til sögunnar svokallaðar Butterbox umbúðir úr stífum endurvinnanlegum pappa, þó þær hafi ekki orðið ráðandi í sölu. Þá hefur MS átt í samskiptum við Wipak, sem er breskur framleiðandi sem kynnti nýlega til sögunnar endurvinnanlegt bréf til að pakka inn smjöri.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...