Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Mynd / SAFL
Fréttir 22. maí 2025

Óbreytt stjórn hjá SAFL

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) var haldinn 8. maí sl. í Húsi atvinnulífsins.

Kjör í sjö manna stjórn samtakanna fór fram á aðalfundinum. Allir stjórnarmenn gáfu áframhaldandi kost á sér og bárust engin mótframboð og helst stjórnin því óbreytt. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, heldur áfram sem formaður samtakanna og Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, verður varaformaður.

Meðstjórnendur eru Ágúst Torfi Hauksson hjá Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason hjá Mata, Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands og Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

Framkvæmdastjóri SAFL, Margrét Gísladóttir, segir mikilvægt að styrkja hagsmunabaráttu greinarinnar, enda verkefnin fram undan ærin.

Hún tekur fram að regluverk þyngist og kostnaður aukist á sama tíma og pólitísk umræða sé um að þrengja enn frekar þá umgjörð sem landbúnaðurinn býr við.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...