Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Mynd / SAFL
Fréttir 22. maí 2025

Óbreytt stjórn hjá SAFL

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) var haldinn 8. maí sl. í Húsi atvinnulífsins.

Kjör í sjö manna stjórn samtakanna fór fram á aðalfundinum. Allir stjórnarmenn gáfu áframhaldandi kost á sér og bárust engin mótframboð og helst stjórnin því óbreytt. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, heldur áfram sem formaður samtakanna og Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, verður varaformaður.

Meðstjórnendur eru Ágúst Torfi Hauksson hjá Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason hjá Mata, Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands og Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

Framkvæmdastjóri SAFL, Margrét Gísladóttir, segir mikilvægt að styrkja hagsmunabaráttu greinarinnar, enda verkefnin fram undan ærin.

Hún tekur fram að regluverk þyngist og kostnaður aukist á sama tíma og pólitísk umræða sé um að þrengja enn frekar þá umgjörð sem landbúnaðurinn býr við.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...