Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Mynd / SAFL
Fréttir 22. maí 2025

Óbreytt stjórn hjá SAFL

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) var haldinn 8. maí sl. í Húsi atvinnulífsins.

Kjör í sjö manna stjórn samtakanna fór fram á aðalfundinum. Allir stjórnarmenn gáfu áframhaldandi kost á sér og bárust engin mótframboð og helst stjórnin því óbreytt. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, heldur áfram sem formaður samtakanna og Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, verður varaformaður.

Meðstjórnendur eru Ágúst Torfi Hauksson hjá Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason hjá Mata, Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands og Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

Framkvæmdastjóri SAFL, Margrét Gísladóttir, segir mikilvægt að styrkja hagsmunabaráttu greinarinnar, enda verkefnin fram undan ærin.

Hún tekur fram að regluverk þyngist og kostnaður aukist á sama tíma og pólitísk umræða sé um að þrengja enn frekar þá umgjörð sem landbúnaðurinn býr við.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...