Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna. Óberon var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans er Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.

Í umsögn um dætur Óberons segir að þær séu mjög mjólkurlagnar en fituhlutfall sé undir meðallagi og próteinhlutfall nokkuð lágt. Dætur Óberons eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr með fremur mikla boldýpt og útlögur og beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða sterkleg og fremur gleið. Júgurgerðin sé góð, júgurband áberandi og þau vel borin. Spenar séu eilítið stuttir, hæfilega þykkir og örlítið útstæðir. Mjaltir séu mjög góðar og lítið um mjaltagalla. Skap meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í hópnum.

Þetta var í fertugasta skipti sem viðurkenning fyrir besta naut árgangs var veitt. Þau voru fyrst veitt árið 1986 fyrir besta nautið fætt árið 1979. Val á naut er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er það veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar. Þau bú sem oftast hafa hlotið viðurkenninguna eru Oddgeirshólar í Flóa, sem þrisvar sinnum hefur átt besta naut árgangs, Brúnastaðir í Flóa og Syðri­Bægisá í Öxnadal, sem tvisvar sinnum hafa átt besta naut árgangs.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f