Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna. Óberon var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans er Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.

Í umsögn um dætur Óberons segir að þær séu mjög mjólkurlagnar en fituhlutfall sé undir meðallagi og próteinhlutfall nokkuð lágt. Dætur Óberons eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr með fremur mikla boldýpt og útlögur og beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða sterkleg og fremur gleið. Júgurgerðin sé góð, júgurband áberandi og þau vel borin. Spenar séu eilítið stuttir, hæfilega þykkir og örlítið útstæðir. Mjaltir séu mjög góðar og lítið um mjaltagalla. Skap meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í hópnum.

Þetta var í fertugasta skipti sem viðurkenning fyrir besta naut árgangs var veitt. Þau voru fyrst veitt árið 1986 fyrir besta nautið fætt árið 1979. Val á naut er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er það veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar. Þau bú sem oftast hafa hlotið viðurkenninguna eru Oddgeirshólar í Flóa, sem þrisvar sinnum hefur átt besta naut árgangs, Brúnastaðir í Flóa og Syðri­Bægisá í Öxnadal, sem tvisvar sinnum hafa átt besta naut árgangs.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...