Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland
Axel Sæland
Fréttir 24. júní 2022

Nýliðun nauðsynleg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Spretthópurinn er í raun að uppfylla þau skilyrði sem garðyrkjubændur náðu að koma inn í stjórnarsáttmála,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.

„Fjármagnið sem sett er í ylræktina fer í niðurgreiðslu á dreifingu rafmagns og verður væntanlega til þess að 95% hlutfallið næst. Sem er vel, en þetta eru samt kröfur sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og því smáskrítið að þessi aðferð verði notuð til að ná því markmiði. Þetta er einskiptisaðgerð og þarf því aftur að fara að berjast fyrir þessu réttlætismáli.“

Axel bendir á að A og B hluti garðyrkjunnar fái enga innspýtingu. „Það er mjög miður því þar eru styrkir til grænmetisframleiðslu sem ætlaðir eru til þess að tryggja neytandanum betra verð.

En það fjármagn er eins og annað, föst fjárhæð, og rýrnar því mjög þessi misserin sökum verðbólgu og hvetur ekki til aukinnar framleiðslu þar sem bændur fá í raun minna fyrir hvert framleitt kg. Útiræktin fær einnig fjárauka sem er í stjórnarsáttmála og er í raun orðin gríðarlega mikilvægt sökum áburðar- og olíuverðshækkana,“ segir Axel.

En til að sporna við fækkun ræktenda þurfi meira til. „Skapa þarf umhverfi sem er hvetjandi fyrir nýja ræktendur að koma inn í, þar sem tækifærin eru augljós. Nægt landrými, góður jarðvegur, sama og engin efnanotkun og hreint vatn. Betra hefði verið að setja fjármagn beint til bænda í lífrænni ræktun og styðja þannig við þá í stað þess að auka fjármagn til aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Í dag eru fáir bændur í aðlögun og potturinn gekk ekki út á síðasta ári og var fjármagnið því fært milli ára. Það er vitað mál að það er kostnaðarsamara að vera í lífrænni ræktun og uppskera er enn í dag minni á hektara en í venjulegri ræktun. Því hefði ég talið rétt að styrkja beint við þá bændur sem eru komnir með lífræna vottun.

Eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali eftir að skýrslan kom út, þá horfa stjórnvöld mikið til garðyrkjunnar sem framtíðarbúgreinar hér á landi og því er nauðsynlegt að skapa rétta umhverfið til að fá bændur til að rækta meira, tryggja kynslóðaskipti og fá nýja ræktendur inn í greinina.

Auðvitað er það framtíðarmúsík en hún raungerist ekki nema unnið sé í henni,“ segir Axel.

Skylt efni: spretthópurinn

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...