Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt vörumerki Massey Ferguson hefur verið kynnt í tilefni af 175 ára afmælis þessarar frægu dráttarvélategundar á árinu 2022.
Nýtt vörumerki Massey Ferguson hefur verið kynnt í tilefni af 175 ára afmælis þessarar frægu dráttarvélategundar á árinu 2022.
Fréttir 5. janúar 2022

Nýtt útlit á merki Massey Ferguson og nýtt slagorð á 175 ára afmælinu 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Massey Ferguson, sem er í eigu fjölþjóðasamsteypunnar AGCO, hefur kynnt nýtt útlit á táknrænu þríhyrningsmerki sínu og nýtt slagorð, „Born to Farm“ í tilefni af 175 ára afmæli Massey Ferguson á árinu 2022. Mögulega mætti útleggja nýja slagorðið á íslensku sem „Fæddur til landbúnaðarstarfa“.

Massey Ferguson hefur nú boðið bændum um allan heim einfaldar og áreiðanlegar vélar frá upphafi fyrir næstum 175 árum. Fá vörumerki hafa haft jafn mikil áhrif í landbúnaði á heimsvísu og Massey Ferguson. Þetta nafn var sannarlega „Born to Farm“, eins og Eric Hansotia, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri AGCO Corporation, sagði þegar nýja útlitið var kynnt.

Luis Felli, framkvæmdastjóri Massey Ferguson, bætti því við að Massey Ferguson væri nú að breytast frá því að vera hreinn landbúnaðarvélaframleiðandi í víðtækara þjónustufyrirtæki. Fyrirtæki sem miðli reynslu sem hjálpi bændum að tryggja bestu verðmæti í sinni framleiðslu og geri fyrirtæki þeirra arðbærari og sjálfbærari.

Einstök upplifun

„Þessi alþjóðlega samræmda nálgun gerir viðskiptavinum kleift að upplifa umbreytingu vörumerkisins á einstakan hátt um allan heim. Því var eðlilegt að setja á markað nýtt lógó á þessu fordæmalausa augnabliki í sögu okkar,“ sagði Luis Felli.

Árið 2022 verður ár hins nýja vörumerkis

„Árið 2022 verður ár hins nýja alþjóð­­lega vörumerkis Massey Fergus­on,“ sagði Francesco Murro, varaformaður Global Marketing, Sales Enablement & Partnerships Massey Ferg­us­on.

„Við höfum verið að hugsa um nýtt lógó síðan við afhjúpuðum MF NEXT Concept á Agritechnica 2019. MF New Era byrjaði að vakna til lífsins með MF 8S kynningu í júlí 2020. Því hefur verið fylgt eftir með kynningu á heildarlínu af vörum síðustu 18 mánuði, þar á meðal í september 2021 með Born to Farm Digital viðburðinum.

Nóvember er eins konar hátíð­ar­mánuður fyrir vörumerkið, sem er nú kynnt nákvæmlega 63 árum eftir að tilkynnt var um stofnun vörumerkisins. Þegar við fögnum 175 ára afmæli fyrsta landbúnaðarverkstæðis Daniel Massey árið 2022, fannst okkur það vera fullkominn tími til að endurnýja lógóið um leið og við kynnum nýtt slagorð,“ sagði Murro.

„Þríhyrnings­formið er sterk táknmynd sem hefur einkennt Massey Ferguson síðan 1958. Nýja lógóið okkar er blanda á milli sterkrar arfleifðar okkar og ferskra vörumerkjagilda. Þríhyrningarnir þrír skarast til að tákna gagnkvæmt samband og traust milli bænda, söluaðila og vörumerkisins,“ bætti Mr. Murro við.

Nýja lógóið verður smám saman innleitt um allan heim. Það er þegar byrjað að birtast á vefsíðum fyrirtækisins og verður uppfært í öllu markaðsefni Massey Ferguson þegar fram líða stundir. 

Skylt efni: Massey Ferguson

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...