Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skipulag skrifstofu frá 1. júlí 2021.
Skipulag skrifstofu frá 1. júlí 2021.
Fréttir 26. júlí 2021

Nýtt skipulag Bændasamtakanna hefur tekið gildi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í samræmi við samþykkt aukabúnaðarþings Bændasamtaka Íslands frá 10. júní tók nýtt skipulag samtakanna formlega gildi frá og með 1. júlí. Nýir starfsmenn gengu til liðs við samtökin frá búgreinafélögunum og hófu störf á sama tíma. Helstu breytingar á skipulagi skrifstofu eru að tvö ný svið hafa litið dagsins ljós, markaðssvið og fagsvið búgreina.

Markaðssvið samtakanna mun hafa heildarumsjón með öllu markaðsstarfi og sinnir starfsemi og verkefnum sem heyra undir einstaka búgreinar og landbúnaðinn í heild, s.s. markaðsátök og tímabundin áhersluverkefni í markaðssetningu og kynningu sem er ætlað að styðja og efla íslenskan landbúnað. Á markaðssviði starfa Hafliði Halldórsson og Höskuldur Sæmundsson, sem sjá einnig um að miðla upplýsingum til allra markhópa um málefni tengd landbúnaði og matvælaframleiðslu og frumframleiðslu afurða.

Á fagsviði búgreina er starfað í deildum sem hafa það verksvið að annast um sérhæfð málefni einstakra búgreina. Fagdeildirnar sjá m.a. um ýmis málefni í ytra umhverfi búgreina, móta áherslur í hagsmunagæslu, taka þátt í skipan fagráða o.s.frv.

Til nánari upplýsinga þá verða verkefni viðkomandi búgreina í höndum eftirtalinna aðila hjá samtökunum:
Deild kúabænda á fagsviði búgreina: Margrét Gísladóttir, margret@bondi.is
Deild sauðfjárbænda á fagsviði búgreina: Unnsteinn Snorri Snorrason, unnsteinn@bondi.is
Deild garðyrkju á fagsviði búgreina: Katrín María Andrésdóttir

Enn á eftir að ganga frá ráðningu sérfræðings deildar nýsköpunar- og þróunar (loðdýrarækt, geitfjárrækt og skógrækt) og nýs tengiliðar fyrir garðyrkju. Þá munu verkefni deilda eggja- og kjúklingabænda og svínabænda skiptast yfir í markaðsmál, umhverfismál og ytra umhverfi greinanna og verða þau vistuð hjá Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttur lögfr. gudrun@bondi.is og Kára Gautasyni sérfræðingi kari@bondi.is og á markaðssviði samtakanna hjá Hafliða Halldórssyni haflidi@bondi.is og Höskuldi Sæmundssyni hoskuldur@bondi.is.

Æðarræktarfélag Íslands og Félag hrossabænda greiddu atkvæði með samþykktum BÍ á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021. Aðalfundir beggja félaga verða haldnir meðfram haustinu. Þjónusta og ráðgjöf frá starfsmönnum Bændasamtaka Íslands verður áfram til staðar fyrir félagsmenn BÍ í báðum búgreinum. Þá verður áfram fylgst með þáttum í starfsumhverfi búgreinanna og hagsmunagæsla félagsmanna verður tryggð.

Önnur verkefni sem eru í umsjón starfsmanna búgreina

Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur. Hans helstu verkefni snúa að gerð áætlana um aukinn árangur landbúnaðar í umhverfismálum, samskiptum við hagsmunaaðila, þjónustuaðila og stjórnvöld tengd umhverfismálum. Unnsteinn mun sitja í starfshópum á vegum hins opinbera í tengslum við umhverfismál. Ásamt því að vera sérfræðingur í umhverfismálum landbúnaðarins verður hann jafnframt tengiliður sauðfjárræktarinnar innan fagdeildar búgreinarinnar og fylgist með þáttum og starfsumhverfi greinarinnar innan landbúnaðarkerfisins.

Margrét Gísladóttir, sérfræðingur. Hennar helstu verkefni snúa að Kolefnisbrúnni, einkahlutafélagi í eigu Bændasamtaka Íslands. Kolefnisbrúin snýst um að ræktendur um land allt geti, með plöntun og umhirðu skóga, kolefnisjafnað sína eigin starfsemi og selt þá þjónustu til annarra, jafnvel til stórra og meðalstórra fyrirtækja.

Áhersla er lögð á að ferlið sé vottað og stuðli að umfangsmikilli kolefnisbindingu um land allt til að mæta skuldbindingum Íslands í alþjóðasamfélaginu og stefnumörkun stjórnvalda. Með Kolefnisbrúnni skapast tækifæri til atvinnusköpunar um land allt þar sem til verða störf við plöntuframleiðslu, skógrækt og skógarnytjar. Ásamt því að vera verkefnisstjóri yfir Kolefnisbrúnni mun Margrét jafnframt vera tengiliður kúabænda á fagsviði búgreina og fylgjast þar með þáttum og starfsumhverfi greinarinnar innan landbúnaðarins.

Aðrir starfsmenn Bændasamtaka Íslands

Hjá Bændasamtökum Íslands starfar þaulreynt starfsfólk í öllum stöðum, með ólíkan bakgrunn sem búa að umfangsmikilli þekkingu á atvinnugreininni. Með áorðnum breytingum er stefnt að því að gera samtökin að framsýnum vinnustað sem einkennist af samvinnu og samstarfi og stöðugri þróun til samræmis við þarfir atvinnugreinarinnar hverju sinni og að skapa gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn. Auk starfsmanna á fagsviði búgreina og á markaðssviði samtakanna starfa starfsmenn á skrifstofu og útgáfu- og kynningarsviði samtakanna.

Skrifstofa:
Meginhlutverk sviðsins er að sinna rekstri samtakanna, stoðþjónustu við stjórn, félagsmenn og önnur svið samtakanna. Á sviðinu starfa sérfræðingar sem sinna fjármálum, mannauðsmálum, aðstoð við félagsmenn, greiningu á hagtölum og upplýsingasöfnun, ásamt lögfræðitengdum málefnum.

Starfsmenn skrifstofu:
- Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri
- Gylfi Þór Orrason, fjármálastjóri
- Sigríður Þorkelsdóttir, bókari
- Jóhanna Lúðvíksdóttir, þjónustufulltrúi
- Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnisstjóri með innleiðingu á nýrri innheimtu félagsgjalda
- Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóri/upplýsingafulltrúi
- Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins
- Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur

Útgáfu- og kynningarsvið:
Mikilvægur hluti af starfsemi Bændasamtakanna snýr að útgáfu- og kynningarmálum. Samtökin gefa út Bændablaðið og tímarit Bændablaðsins, fréttabréf til félagsmanna og reka vefina bondi.is, bbl.is og Hlaðvarp Bændablaðsins.

Starfsmenn útgáfu- og kynningarsviðs:
- Hörður Kristjánsson, ritstjóri
- Vilmundur Hansen, blaðamaður
- Sigurður Már Harðarson, blaðamaður
- Guðrún Hulda Pálsdóttir, blaðamaður
- Sigrún Pétursdóttir, umbrot og hönnun

Líkt og að framan hefur verið rakið eru samtökin í miklu umbreytingarferli og því má gera ráð fyrir að skipurit samtakanna sem gildir frá 1. júlí taki breytingum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...