Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím
Fréttir 14. október 2020

Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar vonir eru bundnar við nýtt ensím sem eyðir plast sex sinnum hraðar en önnur ensím sem hafa verið notuð áður í sama tilgangi. Tæknin byggir á ensímum sem fundust í ruslahaugabakteríum sem brjóta niður plast.

Rannsóknir á notkun ensímanna gengur vel og talið er að hægt verði að fara beita tækninni til endurvinnslu á innan við tveimur árum.

Plast og bómull

Ensímið byggir á ensímum sem unnið er úr bakteríum sem fundust í Japan og hafa þann eiginleka að brjóta niður plast og gera það endurnýtanlegt. Rannsóknir benda einnig til að hægt sé að blanda ensíminu saman við ensím sem brjóta niður bómull og að þannig megi hraða niðurbroti á fatnaði sem búin er til úr blöndu af plast og bómull. Í dag er milljónir tonna af slíku efni hent og endar sem landfylling.

Gríðarlegur mengunarvaldur

Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust í bakteríum á ruslahaugum í Japan árið 2016. Saman hafa ensímin getu til að brjóta niður plast mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er gríðarlegur mengunarvaldur um allan heim, bæði á sjó og landi og fólk jafnvel farið að anda að sér örögnum af plasti.

Einn af kostunum við ensímið er sagt vera að það brýtur niður plast við lágt hitastig. Auk þess sem vísindamenn telja að með áframhaldandi þróun megi hraða niðurbrotinu en freka.

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Fréttir 17. september 2021

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall

Álagsprófun á 50 öflugustu lána­stofnunum innan Evrópu­sam­bandsins, sem standa ...

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efna...

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?
Fréttir 16. september 2021

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?

Mikil umræða átti sér stað um makrílveiðar og skiptingu tekna af honum og fannst...

Hvað er skattspor fyrirtækja
Fréttir 16. september 2021

Hvað er skattspor fyrirtækja

Við þekkjum orðið upplýsingaóreiðu orðið nokkuð vel og að við tölum nú ekki um f...

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið hey...

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum krón...

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu
Fréttir 15. september 2021

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu

Fyrirtækið Eldhestar fékk nýlega staðfestingu á því að vera í hópi 10% fyrirtækj...

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán h...