Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím
Fréttir 14. október

Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar vonir eru bundnar við nýtt ensím sem eyðir plast sex sinnum hraðar en önnur ensím sem hafa verið notuð áður í sama tilgangi. Tæknin byggir á ensímum sem fundust í ruslahaugabakteríum sem brjóta niður plast.

Rannsóknir á notkun ensímanna gengur vel og talið er að hægt verði að fara beita tækninni til endurvinnslu á innan við tveimur árum.

Plast og bómull

Ensímið byggir á ensímum sem unnið er úr bakteríum sem fundust í Japan og hafa þann eiginleka að brjóta niður plast og gera það endurnýtanlegt. Rannsóknir benda einnig til að hægt sé að blanda ensíminu saman við ensím sem brjóta niður bómull og að þannig megi hraða niðurbroti á fatnaði sem búin er til úr blöndu af plast og bómull. Í dag er milljónir tonna af slíku efni hent og endar sem landfylling.

Gríðarlegur mengunarvaldur

Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust í bakteríum á ruslahaugum í Japan árið 2016. Saman hafa ensímin getu til að brjóta niður plast mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er gríðarlegur mengunarvaldur um allan heim, bæði á sjó og landi og fólk jafnvel farið að anda að sér örögnum af plasti.

Einn af kostunum við ensímið er sagt vera að það brýtur niður plast við lágt hitastig. Auk þess sem vísindamenn telja að með áframhaldandi þróun megi hraða niðurbrotinu en freka.

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps
Fréttir 22. október

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vest...

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum
Fréttir 22. október

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Á þessu ári hefur orðið algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum en það...

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður
Fréttir 22. október

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog fyrir sauðfjár...

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir
Fréttir 22. október

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var sýknaður í Héraðs­dómi Norð...

Áfram í greiðsluskjóli
Fréttir 21. október

Áfram í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu e...

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Fréttir 20. október

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að r...

„Peningar sem vaxa á trjánum“
Fréttir 19. október

„Peningar sem vaxa á trjánum“

Þau sígrænu tré sem mest eru notuð í skógrækt hérlendis eru stafafura og sitkagr...

Alls 1.264 hreindýr felld í ár
Fréttir 19. október

Alls 1.264 hreindýr felld í ár

Seinasti veiðidagur haustveiða var sunnudagurinn 20. september. Kvóti þessa árs ...