Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím
Fréttir 14. október 2020

Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar vonir eru bundnar við nýtt ensím sem eyðir plast sex sinnum hraðar en önnur ensím sem hafa verið notuð áður í sama tilgangi. Tæknin byggir á ensímum sem fundust í ruslahaugabakteríum sem brjóta niður plast.

Rannsóknir á notkun ensímanna gengur vel og talið er að hægt verði að fara beita tækninni til endurvinnslu á innan við tveimur árum.

Plast og bómull

Ensímið byggir á ensímum sem unnið er úr bakteríum sem fundust í Japan og hafa þann eiginleka að brjóta niður plast og gera það endurnýtanlegt. Rannsóknir benda einnig til að hægt sé að blanda ensíminu saman við ensím sem brjóta niður bómull og að þannig megi hraða niðurbroti á fatnaði sem búin er til úr blöndu af plast og bómull. Í dag er milljónir tonna af slíku efni hent og endar sem landfylling.

Gríðarlegur mengunarvaldur

Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust í bakteríum á ruslahaugum í Japan árið 2016. Saman hafa ensímin getu til að brjóta niður plast mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er gríðarlegur mengunarvaldur um allan heim, bæði á sjó og landi og fólk jafnvel farið að anda að sér örögnum af plasti.

Einn af kostunum við ensímið er sagt vera að það brýtur niður plast við lágt hitastig. Auk þess sem vísindamenn telja að með áframhaldandi þróun megi hraða niðurbrotinu en freka.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands