Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Mynd / skjáskot
Fréttir 17. apríl 2020

Nýr vefur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) komu nýverið nýjum vef í gagnið (ssfm.is) þar sem ætlunin er að miðla stafrænum upplýsingum um samtökin.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra SSFM hefur verið unnið að gerð vefsins undanfarnar vikur í samstarfi við vefhönnuðinn Júlíus Guðna hjá Extis.

„Markmiðið með vefnum er að fanga það sem samtökin snúast um og hafa á einum stað efni sem gagnast smáframleiðendum.

Má þar nefna upplýsingar um samtökin sjálf, yfirlit yfir söluleiðir, afsláttarkjör, styrktar- og samstarfsaðila, verkefni, viðburði, fréttir og fréttabréf sem og ýmsan fróðleik og upplýsingar sem gagnast geta smáframleiðendum, eins og yfirlit yfir lög, reglugerðir og leiðbeiningar frá eftirlitsstofnunum. Að auki er þar form til að skrá sig í samtökin og upplýsingar um samtökin á ensku,“ segir Oddný Anna.

Fyrsti aðalfundurinn á þriðjudaginn

Fyrsti aðalfundur samtakanna verður haldinn þriðjudag, 21. apríl í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom, en nánari upplýsingar um hann má finna á eftirfarandi slóð nýja vefsins; https://ssfm.is/vidburdir.php.

Samtökin voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Tilgangur þeirra er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Ennfremur að koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...