Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Mynd / skjáskot
Fréttir 17. apríl 2020

Nýr vefur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) komu nýverið nýjum vef í gagnið (ssfm.is) þar sem ætlunin er að miðla stafrænum upplýsingum um samtökin.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra SSFM hefur verið unnið að gerð vefsins undanfarnar vikur í samstarfi við vefhönnuðinn Júlíus Guðna hjá Extis.

„Markmiðið með vefnum er að fanga það sem samtökin snúast um og hafa á einum stað efni sem gagnast smáframleiðendum.

Má þar nefna upplýsingar um samtökin sjálf, yfirlit yfir söluleiðir, afsláttarkjör, styrktar- og samstarfsaðila, verkefni, viðburði, fréttir og fréttabréf sem og ýmsan fróðleik og upplýsingar sem gagnast geta smáframleiðendum, eins og yfirlit yfir lög, reglugerðir og leiðbeiningar frá eftirlitsstofnunum. Að auki er þar form til að skrá sig í samtökin og upplýsingar um samtökin á ensku,“ segir Oddný Anna.

Fyrsti aðalfundurinn á þriðjudaginn

Fyrsti aðalfundur samtakanna verður haldinn þriðjudag, 21. apríl í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom, en nánari upplýsingar um hann má finna á eftirfarandi slóð nýja vefsins; https://ssfm.is/vidburdir.php.

Samtökin voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Tilgangur þeirra er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Ennfremur að koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...