Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar
Fréttir 3. apríl 2024

Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi setti Katrín Jakobsdóttir formlega í loftið nýja vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið, sem hófst árið 2020, er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Lands og skógar. Sextíu bú, sem stunda ýmist sauðfjárrækt, nautgriparækt eða útiræktun grænmetis, taka þátt og vinna að því að minnka sitt kolefnisspor.

Með því að fara á vefsíðuna loftslagsvaennlandbunadur.is eða rml.is/loftslagsvaenn-landbunadur er hægt að nálgast á einum stað fjölbreytt fræðsluefni fyrir bæði almenning og bændur. Þá voru settir saman bæklingar sem sýna með myndrænni framsetningu mismunandi leiðir í átt að minni kolefnislosun í landbúnaði.

Öll þátttökubúin eru merkt inn á Íslandskort og gefst fólki færi á að kynna sér hvert og eitt þeirra nánar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, sagði í kynningu sinni á Búnaðarþingi að frá upphafi hafi markmiðið verið að segja sögu bændanna sem taka þátt.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...