Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar
Fréttir 3. apríl 2024

Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi setti Katrín Jakobsdóttir formlega í loftið nýja vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið, sem hófst árið 2020, er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Lands og skógar. Sextíu bú, sem stunda ýmist sauðfjárrækt, nautgriparækt eða útiræktun grænmetis, taka þátt og vinna að því að minnka sitt kolefnisspor.

Með því að fara á vefsíðuna loftslagsvaennlandbunadur.is eða rml.is/loftslagsvaenn-landbunadur er hægt að nálgast á einum stað fjölbreytt fræðsluefni fyrir bæði almenning og bændur. Þá voru settir saman bæklingar sem sýna með myndrænni framsetningu mismunandi leiðir í átt að minni kolefnislosun í landbúnaði.

Öll þátttökubúin eru merkt inn á Íslandskort og gefst fólki færi á að kynna sér hvert og eitt þeirra nánar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, sagði í kynningu sinni á Búnaðarþingi að frá upphafi hafi markmiðið verið að segja sögu bændanna sem taka þátt.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...