Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar
Fréttir 3. apríl 2024

Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi setti Katrín Jakobsdóttir formlega í loftið nýja vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið, sem hófst árið 2020, er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Lands og skógar. Sextíu bú, sem stunda ýmist sauðfjárrækt, nautgriparækt eða útiræktun grænmetis, taka þátt og vinna að því að minnka sitt kolefnisspor.

Með því að fara á vefsíðuna loftslagsvaennlandbunadur.is eða rml.is/loftslagsvaenn-landbunadur er hægt að nálgast á einum stað fjölbreytt fræðsluefni fyrir bæði almenning og bændur. Þá voru settir saman bæklingar sem sýna með myndrænni framsetningu mismunandi leiðir í átt að minni kolefnislosun í landbúnaði.

Öll þátttökubúin eru merkt inn á Íslandskort og gefst fólki færi á að kynna sér hvert og eitt þeirra nánar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, sagði í kynningu sinni á Búnaðarþingi að frá upphafi hafi markmiðið verið að segja sögu bændanna sem taka þátt.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...