Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar
Fréttir 3. apríl 2024

Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi setti Katrín Jakobsdóttir formlega í loftið nýja vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið, sem hófst árið 2020, er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Lands og skógar. Sextíu bú, sem stunda ýmist sauðfjárrækt, nautgriparækt eða útiræktun grænmetis, taka þátt og vinna að því að minnka sitt kolefnisspor.

Með því að fara á vefsíðuna loftslagsvaennlandbunadur.is eða rml.is/loftslagsvaenn-landbunadur er hægt að nálgast á einum stað fjölbreytt fræðsluefni fyrir bæði almenning og bændur. Þá voru settir saman bæklingar sem sýna með myndrænni framsetningu mismunandi leiðir í átt að minni kolefnislosun í landbúnaði.

Öll þátttökubúin eru merkt inn á Íslandskort og gefst fólki færi á að kynna sér hvert og eitt þeirra nánar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, sagði í kynningu sinni á Búnaðarþingi að frá upphafi hafi markmiðið verið að segja sögu bændanna sem taka þátt.

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?