Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Daði Guðjónsson.
Daði Guðjónsson.
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.

Hann tekur við af Gísla S. Brynjólfssyni, sem hefur sinnt hlutverki stjórnarformanns frá árinu 2020. Í stjórninni sitja nú ásamt Daða, Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum, og Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Daði starfar sem forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni, en áður starfaði hann m.a. sem fagstjóri neytenda- markaðssetningar hjá Íslandsstofu þar sem hann stýrði erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Lamb.

Haft er eftir Daða að fyrir liggi tækifæri til að auka vegsæld og virði íslensks lambakjöts hérlendis sem erlendis nú þegar upprunamerki hafi náð evrópskri upprunavernd.

Daði er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA- gráðu í hagfræði, með fjölmiðla- fræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands.

Icelandic Lamb rekur upprunamerki á ensku og íslensku að evrópskri fyrirmynd upprunamerkja fyrir matvörur og er fyrsta íslenska afurðin til að fá evrópska upprunavernd, „Protected Designa- tion of Origin“.

Skylt efni: icelandic lamb

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...