Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Daði Guðjónsson.
Daði Guðjónsson.
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.

Hann tekur við af Gísla S. Brynjólfssyni, sem hefur sinnt hlutverki stjórnarformanns frá árinu 2020. Í stjórninni sitja nú ásamt Daða, Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum, og Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Daði starfar sem forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni, en áður starfaði hann m.a. sem fagstjóri neytenda- markaðssetningar hjá Íslandsstofu þar sem hann stýrði erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Lamb.

Haft er eftir Daða að fyrir liggi tækifæri til að auka vegsæld og virði íslensks lambakjöts hérlendis sem erlendis nú þegar upprunamerki hafi náð evrópskri upprunavernd.

Daði er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA- gráðu í hagfræði, með fjölmiðla- fræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands.

Icelandic Lamb rekur upprunamerki á ensku og íslensku að evrópskri fyrirmynd upprunamerkja fyrir matvörur og er fyrsta íslenska afurðin til að fá evrópska upprunavernd, „Protected Designa- tion of Origin“.

Skylt efni: icelandic lamb

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...