Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Daði Guðjónsson.
Daði Guðjónsson.
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.

Hann tekur við af Gísla S. Brynjólfssyni, sem hefur sinnt hlutverki stjórnarformanns frá árinu 2020. Í stjórninni sitja nú ásamt Daða, Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum, og Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Daði starfar sem forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni, en áður starfaði hann m.a. sem fagstjóri neytenda- markaðssetningar hjá Íslandsstofu þar sem hann stýrði erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Lamb.

Haft er eftir Daða að fyrir liggi tækifæri til að auka vegsæld og virði íslensks lambakjöts hérlendis sem erlendis nú þegar upprunamerki hafi náð evrópskri upprunavernd.

Daði er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA- gráðu í hagfræði, með fjölmiðla- fræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands.

Icelandic Lamb rekur upprunamerki á ensku og íslensku að evrópskri fyrirmynd upprunamerkja fyrir matvörur og er fyrsta íslenska afurðin til að fá evrópska upprunavernd, „Protected Designa- tion of Origin“.

Skylt efni: icelandic lamb

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...