Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. /Mynd HKr.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. /Mynd HKr.
Fréttir 5. mars 2020

Nýr formaður vill fá alla bændur á Íslandi í Bændasamtökin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að þeir fái sem flesta að borðinu og þannig breið­ustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Hann segir að ekki hafi staðið til hjá sér að sækjast eftir formennsku í samtökunum en að hann hafi samþykkt það eftir að hafa fengið fjölda áskorana.

„Ég tel nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Gunnar segist telja að land­búnaður almennt eigi mörg sóknarfæri á Íslandi, hvort sem það er í kjöti, grænmetisframleiðslu eða skógrækt.

„Ég tel einnig nauðsynlegt að við stokkum upp félagskerfi bænda. Í dag minnir mig að það séu 150 félög aðilar að Bændasamtökunum og því nauðsynlegt að straumlínulaga félagskerfið og gera bændur beint aðila að samtökunum en ekki í gegnum hliðarfélög.

Bændur verða að standa vörð um hagsmuni sína og eru Bændasamtökin besti kosturinn til þess. Eins og fram hefur komið er fjárhagslegur rekstur samtakanna erfiður um þessar mundir og til að laga það þurfum við að breyta félagsgjaldakerfinu þannig að það verði veltutengt.

Það er dýrt að standa vörð um hagsmunagæslu bænda og til að slíkt sé gerlegt verður að standa straum af því og næsta verkefni að sannfæra menn um að það sé betra að vera í Bændasamtökunum en standa utan þeirra.

Ég tel einnig að við þurfum að hafa breiða skírskotun til bænda innan stjórnar Bændasamtakanna og að þar sitji fulltrúar úr öllum geirum landbúnaðarins. Við þurfum einnig að horfa til nútímans og þeirra breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði og neyslu á landbúnaðarvörum. Helst eigum við að framleiða allar landbúnaðarvörur sem við getum á Íslandi og vera þannig sjálfbær.“

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...