Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Toyota er með mest seldu tegundina af bílum í júlí, eða 260 selda fólksbíla.
Toyota er með mest seldu tegundina af bílum í júlí, eða 260 selda fólksbíla.
Mynd / MHH
Fréttir 25. ágúst 2021

Nýorkubílar eru 65,5% allra seldra nýrra fólksbíla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sala nýrra fólksbíla í júlí jókst um 16,9 % miðað við júlí í fyrra, en alls voru skráðir 1.730 nýir fólksbílar nú, en í júlí 2020 voru 1.480 nýir fólksbílar skráðir.

Í heildina eftir fyrstu sjö mánuði ársins hefur salan aukist um 37% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 7.770 nýir fólksbílar samanborið við 5.673 nýja fólksbíla í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

8,1% aukning til einstaklinga

Til einstaklinga seldust 499 nýir fólksbílar í júlí samanborið við 524 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 4,8% milli ára í júlí.

Það sem af er ári hafa selst 3.206 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 2.966 nýja fólksbíla sem þýðir aukningu í sölu til einstaklinga upp á 8,1% það sem af er ári.

Nýir bílar til fyrirtækja og bílar til ökjutækjaleiga

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 119 nýja fólksbíla í júlí í ár miðað við að hafa keypt 184 bíla í júlí í fyrra.
Það sem af er ári hafa selst 1.097 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.027 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára 6,8%.

Sala til ökutækjaleiga heldur áfram að aukast sé horft til síðastliðins árs og seldust 1.095 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 723 á sama tíma í fyrra en það er aukning upp á 51,5% miðað við júlí 2020.

Það sem af er ári hafa verið skráðir 3.386 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 1.585 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga tæplega 114%.

Nýorkubílar eru 65,5 % allra seldra nýrra fólksbíla það sem af er árinu 2021.

Nýorkubílar slá í gegn

Nýorkubílar (rafmagns, tengiltvinn, hybrid, metan) eru 65,5% allra seldra nýrra fólksbíla á árinu en hlutfall nýorkubíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt enda er vöruúrval stöðugt að aukast með fleiri valkostum (rafmagn 19,2%, tengiltvinn 24,4% og hybrid 22%) en þetta hlutfall var í heildina 51,4% á sama tíma á síðasta ári.

Í júlí var Toyota mest selda tegundin með 360 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Kia með 331 seldan fólksbíl og þriðja mest selda tegundin í júlí var Hyundai með 193 fólksbíla skráða.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...