Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Fréttir 15. júní 2022

Nýjar öryggiskröfur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar.

Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir.

Allar vörur verði staðlaðar

Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni.

„Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann.

„Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við.

Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...