Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Fréttir 15. júní 2022

Nýjar öryggiskröfur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar.

Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir.

Allar vörur verði staðlaðar

Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni.

„Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann.

„Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við.

Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...