Nýir pistlahöfundar
Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10. tölublaði Bændablaðsins
Þeir Kjartan Páll Sveinsson og Þorvaldur Arnarsson hafa bæst við hóp greinahöfunda undir efnisflokknum Nytjar hafsins.
Kjartan Páll var nýverið kjörinn formaður Strandveiðifélags Íslands. Hann er trillukarl og félagsfræðingur og lætur gamminn geisa á bls. 16 og svo reglulega næstu mánuði.
Þorvaldur Arnarsson er lögfræðingur. Hann er fyrrum umsjónarmaður sjávarútvegsvefs Morgunblaðsins, 200 mílur, og var á sjó um árabil. Fyrstu grein hans má finna á bls. 34 í 10. tölublaði Bændablaðsins.
Um leið og við bjóðum Kjartan Pál og Þorvald velkomna á síður blaðsins þökkum við þeim Guðjóni Einarssyni og Kjartani Sveinssyni fyrir áhugaverðar greinar um sjávarútveg, sem birst hafa á sl. sex árum.