Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði rektor.
Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði rektor.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 13. júní 2022

Nýir búfræðingar eru 32 og aðrir 36 brautskráðir af fimm háskólabrautum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) brautskráði nemendur sína af háskólabrautum og sem búfræðinga á föstudaginn 3. júní við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem 68 nemendur tóku við brautskráningarskírteinum sínum.

Bændasamtök Íslands gáfu þeim nemendum verðlaun sem voru með samanlagðan bestan árangur á búfræðiprófi og reyndust það vera þær Kara Nótt Möller og Marta Guðlaug Svavarsdóttir, sem urðu jafnar.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor ásamt Köru Nótt Möller og Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, sem stóðu jafnar og efstar á búfræðiprófi.

Skólinn verðlaunaði nemanda fyrir frábæran árangur á BS prófi og stóð Guðrún Sunna Jónsdóttir efst í ár af skógfræðibraut með einkunnina 9,23.

Nýir búfræðingar eru 32

Í umfjöllun LbhÍ um viðburðinn kemur fram að alls hafi 32 nýir búfræðingar brautskráðst og af háskólabrautum voru nemendur brautskráðir af fimm brautum til BS-náms; búvísindum, hestafræði, landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði, auk nemenda úr meistaranámi í skipulagsfræði og einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi.

Af búfræðikandídötum hlaut Kara Nótt Möller verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum, sem Búnaðarsamtök Vesturlands gáfu. „Fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum hlaut Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller og Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum og gefandi var Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur veitti verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur og Þorfinni Frey Þórarinssyni.

Þá verðlaunaði Landbúnaðarháskóli Íslands Köru Nótt Möller fyrir framúrskarandi lokaverkefni á búfræðiprófi,“ segir í umfjöllun skólans.

Viðurkenningar af háskólabrautum

Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig ýmsar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. „Elínborg Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvísindabraut en gefandi þeirra verðlauna voru Bændasamtök Íslands. Þá gaf Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á hestafræðibraut og var það Freyja Þorvaldardóttir sem hlaut þau.

Í landslagsarkitektúr gaf Félag íslenskra landslagsarkitekta verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi og hlaut Lúisa Heiður Guðnadóttir þau, en hún hlaut einnig verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarkitektafögum.

Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf verðlaun þeim nemanda sem bestan árangur hlaut á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði og féllu þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur. Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í skógfræði, gefandi var Skógræktarfélag Reykjarvíkur.

Þá voru einnig brautskráðir nemendur úr meistaranámi við skólann. Skipulagsfræðingafélag Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan árangur á MS prófi í skipulagsfræði en þau hlaut María Markúsdóttir.

Fyrir bestan árangur á MS prófi í rannsóknarmiðuðu meistaranámi hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir viðurkenningu, sem gefin var af LbhÍ,“ segir í umfjöllun LbhÍ.

Auk viðurkenninga voru veittir nokkrir styrkir til framhaldsnáms og verkefna.

Skylt efni: LbhÍ | Brautskráning

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f