Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði rektor.
Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði rektor.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 13. júní 2022

Nýir búfræðingar eru 32 og aðrir 36 brautskráðir af fimm háskólabrautum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) brautskráði nemendur sína af háskólabrautum og sem búfræðinga á föstudaginn 3. júní við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem 68 nemendur tóku við brautskráningarskírteinum sínum.

Bændasamtök Íslands gáfu þeim nemendum verðlaun sem voru með samanlagðan bestan árangur á búfræðiprófi og reyndust það vera þær Kara Nótt Möller og Marta Guðlaug Svavarsdóttir, sem urðu jafnar.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor ásamt Köru Nótt Möller og Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, sem stóðu jafnar og efstar á búfræðiprófi.

Skólinn verðlaunaði nemanda fyrir frábæran árangur á BS prófi og stóð Guðrún Sunna Jónsdóttir efst í ár af skógfræðibraut með einkunnina 9,23.

Nýir búfræðingar eru 32

Í umfjöllun LbhÍ um viðburðinn kemur fram að alls hafi 32 nýir búfræðingar brautskráðst og af háskólabrautum voru nemendur brautskráðir af fimm brautum til BS-náms; búvísindum, hestafræði, landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði, auk nemenda úr meistaranámi í skipulagsfræði og einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi.

Af búfræðikandídötum hlaut Kara Nótt Möller verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum, sem Búnaðarsamtök Vesturlands gáfu. „Fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum hlaut Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller og Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum og gefandi var Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur veitti verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur og Þorfinni Frey Þórarinssyni.

Þá verðlaunaði Landbúnaðarháskóli Íslands Köru Nótt Möller fyrir framúrskarandi lokaverkefni á búfræðiprófi,“ segir í umfjöllun skólans.

Viðurkenningar af háskólabrautum

Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig ýmsar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. „Elínborg Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvísindabraut en gefandi þeirra verðlauna voru Bændasamtök Íslands. Þá gaf Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á hestafræðibraut og var það Freyja Þorvaldardóttir sem hlaut þau.

Í landslagsarkitektúr gaf Félag íslenskra landslagsarkitekta verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi og hlaut Lúisa Heiður Guðnadóttir þau, en hún hlaut einnig verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarkitektafögum.

Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf verðlaun þeim nemanda sem bestan árangur hlaut á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði og féllu þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur. Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í skógfræði, gefandi var Skógræktarfélag Reykjarvíkur.

Þá voru einnig brautskráðir nemendur úr meistaranámi við skólann. Skipulagsfræðingafélag Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan árangur á MS prófi í skipulagsfræði en þau hlaut María Markúsdóttir.

Fyrir bestan árangur á MS prófi í rannsóknarmiðuðu meistaranámi hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir viðurkenningu, sem gefin var af LbhÍ,“ segir í umfjöllun LbhÍ.

Auk viðurkenninga voru veittir nokkrir styrkir til framhaldsnáms og verkefna.

Skylt efni: LbhÍ | Brautskráning

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...