Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hátt í þrjátíu skógarbændur mættu á deildarfund SkógBÍ.
Hátt í þrjátíu skógarbændur mættu á deildarfund SkógBÍ.
Mynd / sp
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búgreinadeildar skógarbænda (SkógBÍ). Þess megi glögglega sjá merki í virku starfi deildarinnar, en ný stefna hennar var samþykkt á deildarfundi.

Alls voru 28 fulltrúar og gestir á fundinum auk starfsmanna. „Umræður voru uppbyggjandi og málefnalegar,“ segir Laufey Leifsdóttir en hún kynnti fjölbreytt verkefni deildarinnar síðasta árs. Hún segir fjölda tækifæra liggja í loftinu næstu misserin.

Sækja um aðild að CEPF

Ef dregið er saman í nokkur orð það helsta sem fjallað var um má nefna að ný stefna skógarbænda BÍ var samþykkt. Ætlunin er að stefnan verði í sífelldri mótun og megi og eigi að endurskoða milli deildarfunda ef þurfa þykir. Samþykkt var að deildin sækti formlega um aðild að samtökum skógarbænda í Evrópu, CEPF. Ef af líkum lætur ganga skógarbændur BÍ formlega í samtökin á vordögum og við það opnast á enn frekara samstarf við Norðurlöndin og aðrar Evrópuþjóðir. Margar tillögur fundarins snerust um stjórnsýslu og fagsvið skógræktar. Má þar helst nefna áherslu á að sveitarfélög afgreiði framkvæmdaleyfi greiðlegar til skógræktar, krafa um að gögn úr Skógarskrá Lands og skógar yrðu aðgengilegri almenningi, tillögu um leið til að greina ágreining vegna ágangsbúfjár, samræmingu tölu- og kortagagna milli stofnana ríkisins og áherslu á ræktun fjölbreytts gæðaviðar.“

Áherslumál til framtíðar

Þá var ný skýrsla Skógarbændafélagsins á Suðurlandi, „Úr skógi, skógarafurðir á Íslandi“, kynnt. „Áhyggjur af geitum inn á skógræktarlönd og kolefnismál voru einnig til umræðu. Kynnt var umfangsmikil vinna BÍ við greiningu á áherslumálum skógarbænda til framtíðar, og vakti hún mikla athygli,“ segir Laufey og vísar þar í erindi Ragnheiðar Bjarkar Halldórsdóttur.

Sú breyting varð á stjórn deildarinnar að Guðmundur Sigurðsson, fulltrúi Vesturlands, vék úr stjórn eftir þriggja ára stjórnarsetu. Í hans stað kom Rúnar Vífilsson, en hann hefur setið áður í stjórn skógarbænda, á árunum október 2019 og fram í febrúar 2022. Einnig vék Björn Bjarndal Jónsson úr sæti varamanns fyrir fulltrúa Sunnlendinga og í hans stað kom Kári Steinn Karlsson.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...