Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hátt í þrjátíu skógarbændur mættu á deildarfund SkógBÍ.
Hátt í þrjátíu skógarbændur mættu á deildarfund SkógBÍ.
Mynd / sp
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búgreinadeildar skógarbænda (SkógBÍ). Þess megi glögglega sjá merki í virku starfi deildarinnar, en ný stefna hennar var samþykkt á deildarfundi.

Alls voru 28 fulltrúar og gestir á fundinum auk starfsmanna. „Umræður voru uppbyggjandi og málefnalegar,“ segir Laufey Leifsdóttir en hún kynnti fjölbreytt verkefni deildarinnar síðasta árs. Hún segir fjölda tækifæra liggja í loftinu næstu misserin.

Sækja um aðild að CEPF

Ef dregið er saman í nokkur orð það helsta sem fjallað var um má nefna að ný stefna skógarbænda BÍ var samþykkt. Ætlunin er að stefnan verði í sífelldri mótun og megi og eigi að endurskoða milli deildarfunda ef þurfa þykir. Samþykkt var að deildin sækti formlega um aðild að samtökum skógarbænda í Evrópu, CEPF. Ef af líkum lætur ganga skógarbændur BÍ formlega í samtökin á vordögum og við það opnast á enn frekara samstarf við Norðurlöndin og aðrar Evrópuþjóðir. Margar tillögur fundarins snerust um stjórnsýslu og fagsvið skógræktar. Má þar helst nefna áherslu á að sveitarfélög afgreiði framkvæmdaleyfi greiðlegar til skógræktar, krafa um að gögn úr Skógarskrá Lands og skógar yrðu aðgengilegri almenningi, tillögu um leið til að greina ágreining vegna ágangsbúfjár, samræmingu tölu- og kortagagna milli stofnana ríkisins og áherslu á ræktun fjölbreytts gæðaviðar.“

Áherslumál til framtíðar

Þá var ný skýrsla Skógarbændafélagsins á Suðurlandi, „Úr skógi, skógarafurðir á Íslandi“, kynnt. „Áhyggjur af geitum inn á skógræktarlönd og kolefnismál voru einnig til umræðu. Kynnt var umfangsmikil vinna BÍ við greiningu á áherslumálum skógarbænda til framtíðar, og vakti hún mikla athygli,“ segir Laufey og vísar þar í erindi Ragnheiðar Bjarkar Halldórsdóttur.

Sú breyting varð á stjórn deildarinnar að Guðmundur Sigurðsson, fulltrúi Vesturlands, vék úr stjórn eftir þriggja ára stjórnarsetu. Í hans stað kom Rúnar Vífilsson, en hann hefur setið áður í stjórn skógarbænda, á árunum október 2019 og fram í febrúar 2022. Einnig vék Björn Bjarndal Jónsson úr sæti varamanns fyrir fulltrúa Sunnlendinga og í hans stað kom Kári Steinn Karlsson.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.