Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Mynd / TB
Fréttir 11. ágúst 2020

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.
 
Um er að ræða vélar á stærðar­bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör­bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7.
 
Vélarnar eru búnar einu hljóðlátasta ökumannshúsi á markaðnum en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lágmarka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. 
 
Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu  hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni.
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...