Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Mynd / TB
Fréttir 11. ágúst 2020

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.
 
Um er að ræða vélar á stærðar­bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör­bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7.
 
Vélarnar eru búnar einu hljóðlátasta ökumannshúsi á markaðnum en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lágmarka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. 
 
Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu  hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...