Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla.
Mynd / TB
Fréttir 11. ágúst 2020

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.
 
Um er að ræða vélar á stærðar­bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör­bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7.
 
Vélarnar eru búnar einu hljóðlátasta ökumannshúsi á markaðnum en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lágmarka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. 
 
Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu  hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni.
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...