Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Starfsmenn RARIK, stjórn þess, fulltrúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samorku ásamt fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fóru í skoðunarferð um hitaveitusvæði RARIK í Hoffelli daginn sem nýja hitaveitan var formlega tekin í noktun.
Starfsmenn RARIK, stjórn þess, fulltrúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samorku ásamt fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fóru í skoðunarferð um hitaveitusvæði RARIK í Hoffelli daginn sem nýja hitaveitan var formlega tekin í noktun.
Mynd / RARIK
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en lagningu nýrrar hitaveitu fyrir Höfn og hluta Nesja er nú að ljúka.

Heitu vatni frá jarðhitasvæðinu í Hoffelli var hleypt á stærstan hluta Hafnar síðastliðinn vetur en nú hefur dreifikerfi verið lagt í þann hluta sem áður var með beina rafhitun þannig að allir íbúar Hafnar hafa nú möguleika á að tengjast hitaveitunni.

Hitaveita Hornafjarðar er í eigu RARIK sem hefur sett mikla vinnu og fjármuni í leit að heitu vatni á undanförnum árum. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, fagnaði verklokum í ávarpi sem hann flutti við formlega opnun nýju hitaveitunnar á Höfn. Hann sagði þetta hafa verið stórt og farsælt verkefni sem að mati RARIK hefði alla burði til að verða stórt framfaraskref fyrir byggðina í Hornafirði. Í máli hans kom einnig fram að árangur af borun vinnsluhola við Hoffell hafi verið betri en búist var við en nú eru fjórar vinnsluholur tiltækar fyrir hitaveituna. Þrjár þeirra hafa þegar verið virkjaðar og eina er hægt að virkja síðar. Áætluð afkastageta svæðisins í heild er 95 lítrar/sek við toppálag í stuttan tíma en um 30-40 lítrar/sek til lengri tíma. Að jafnaði dugar ein hola fyrir hitaveituna en tvær við mesta álag og þá er ein til vara, auk þess sem ein hola er óvirkjuð. Hiti vatnsins þegar það kemur inn á dreifikerfið við Höfn er 70 gráður við minnsta álag en 78 gráður við mesta álag. Auk starfsmanna RARIK komu alls um 40 verktakar og birgjar að verkefni nýju hitaveitunnar.

Skylt efni: Hornafjörður | hitaveita

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...