Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna undirrituðu nýverið sameiginlega yfirlýsingu varðandi norrænt samstarf á sviði fæðuöryggis. Í yfirlýsingunni fjalla ráðherrarnir um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi komandi kynslóða og að sú þörf muni leggja miklar kröfur á herðar norræna samstarfsins.

Hugað að aðfangakeðjum

Í tilkynningu segir að á meðal þess sem ráðherrarnir vilja stuðla að séu traustari aðfangakeðjur með aukið áfallaþol, að þróa sambandið á milli hins opinbera og einkageirans, vinna að veikleikagreiningu fyrir fiskveiðar og fiskeldi; efla vinnuna innan One Health (sem fjallar um heilbrigði fólks og dýra, fæðu og umhverfis) og efla samstarfið um viðbúnað á sviði landbúnaðar- og skógræktar. Ráðherrarnir vilji auk þess standa vörð um vinnu Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar (NordGen) við líffræðilega innviði og sérstaklega er nefnd þörfin á því að vera á verði gagnvart fjölþáttaógnum sem kunna að ógna aðfangakeðjum Norðurlandanna.

Samræma framtíðarverkefni

Í yfirlýsingunni, sem kennd er við Karlstad, er einnig fjallað um þörfina á að samræma framtíðarverkefni og fyrri samstarfsverkefni um viðbúnaðarmál og hún byggir m.a. á Hagayfirlýsingunum tveimur frá 2009 og 2013 og yfirlýsingu norrænu samstarfsráðherranna um samstarf á krísutímum frá 2022.

Skylt efni: fæðuöryggi

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...