Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna undirrituðu nýverið sameiginlega yfirlýsingu varðandi norrænt samstarf á sviði fæðuöryggis. Í yfirlýsingunni fjalla ráðherrarnir um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi komandi kynslóða og að sú þörf muni leggja miklar kröfur á herðar norræna samstarfsins.

Hugað að aðfangakeðjum

Í tilkynningu segir að á meðal þess sem ráðherrarnir vilja stuðla að séu traustari aðfangakeðjur með aukið áfallaþol, að þróa sambandið á milli hins opinbera og einkageirans, vinna að veikleikagreiningu fyrir fiskveiðar og fiskeldi; efla vinnuna innan One Health (sem fjallar um heilbrigði fólks og dýra, fæðu og umhverfis) og efla samstarfið um viðbúnað á sviði landbúnaðar- og skógræktar. Ráðherrarnir vilji auk þess standa vörð um vinnu Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar (NordGen) við líffræðilega innviði og sérstaklega er nefnd þörfin á því að vera á verði gagnvart fjölþáttaógnum sem kunna að ógna aðfangakeðjum Norðurlandanna.

Samræma framtíðarverkefni

Í yfirlýsingunni, sem kennd er við Karlstad, er einnig fjallað um þörfina á að samræma framtíðarverkefni og fyrri samstarfsverkefni um viðbúnaðarmál og hún byggir m.a. á Hagayfirlýsingunum tveimur frá 2009 og 2013 og yfirlýsingu norrænu samstarfsráðherranna um samstarf á krísutímum frá 2022.

Skylt efni: fæðuöryggi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...