Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Fréttir 5. febrúar 2021

Norðmenn banna nokkrar tegundir framandi plantna

Höfundur: ehg

Frá og með 1. janúar var bannað að kynna, selja og setja út níu plöntutegundir í Noregi, þar á meðal tvær tegundir gullregns, balsamösp ásamt þremur tegundum mispla.

„Framandi tegundir geta verið mikil ógn við líffræðilega fjölbreytni og fer vaxandi. Ákveðnar tegundir flytja úr landi og koma í stað plantna og dýra á ákveðnum svæðum og bann er strangt tæki sem á að tryggja að við lágmörkum tap á náttúrunni og þeim samfélagslega kostnaði sem getur orðið þegar innleiddar eru framandi tegundir,“ segir loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Sveinung Rotevatn.

Nú um áramótin voru fimm ár síðan reglugerðin um framandi lífverur tók gildi. Þrátt fyrir að nokkrar plöntutegundir hafi verið bannaðar fyrir fimm árum var ákveðið að bannið við ákveðnum tegundum myndi frestast. Þetta var gert vegna þess að framleiðsla á runnum og trjám krefst mikils tíma þannig að garðyrkjuskólar og greinin í heild fékk tíma til að aðlagast breyttum reglum.

Eftirfarandi tegundir voru bannaðar í Noregi frá og með 1. janúar 2021:

Sólbroddur (Berberis thunbergii)
Hyrnitegundin (Swida sericea)
Alpagullregn (Laburnum alpinum)
Gullregn (Laburnum anagyroides)
Þrjár tegundir af mispli (Cotoneaster dielsianus, C. divaricatus, C. monopyrenus)
Balsamösp (Populus balsamifera)
Víðitegund (Salix x fragilis)

Skylt efni: Noregur gróður

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...