Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðlenska hækkar skilaverð til sauðfjárbænda um 15%
Mynd / Bbl
Fréttir 11. júlí 2019

Norðlenska hækkar skilaverð til sauðfjárbænda um 15%

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur gefið út verðskrá fyrir sauðfé fyrir árið 2019. Verðskráin er talsvert breytt frá fyrra ári hvað varðar verðhlutföll gerðar og fituflokka.
 
 „Við erum að reyna að færa verðskrána nær því sem okkur finnst rétt, þannig að greitt sé besta verðið fyrir þá gerðar- og fituflokka sem við fáum mest verðmæti fyrir á markaði og nýtast best til vinnslu,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sé miðað við rauninnlegg Norðlenska árið 2018 felur nýja verðskráin í sér um 15% hækkun á meðalverði til bænda frá fyrra ári, að sögn Ágústs Torfa.
 
Í tilkynningu frá Norðlenska segir m.a. að nánara fyrirkomulag sláturtíðar, heimtöku og flutninga verði kynnt þegar nær dregur sláturtíð.
 
 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara