Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norðlenska hækkar skilaverð til sauðfjárbænda um 15%
Mynd / Bbl
Fréttir 11. júlí 2019

Norðlenska hækkar skilaverð til sauðfjárbænda um 15%

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlenska hefur gefið út verðskrá fyrir sauðfé fyrir árið 2019. Verðskráin er talsvert breytt frá fyrra ári hvað varðar verðhlutföll gerðar og fituflokka.
 
 „Við erum að reyna að færa verðskrána nær því sem okkur finnst rétt, þannig að greitt sé besta verðið fyrir þá gerðar- og fituflokka sem við fáum mest verðmæti fyrir á markaði og nýtast best til vinnslu,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sé miðað við rauninnlegg Norðlenska árið 2018 felur nýja verðskráin í sér um 15% hækkun á meðalverði til bænda frá fyrra ári, að sögn Ágústs Torfa.
 
Í tilkynningu frá Norðlenska segir m.a. að nánara fyrirkomulag sláturtíðar, heimtöku og flutninga verði kynnt þegar nær dregur sláturtíð.
 
 
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...