Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Níu áburðartegundir stóðust ekki kröfur
Fréttir 16. janúar 2015

Níu áburðartegundir stóðust ekki kröfur

Höfundur: smh

Matvælastofnun (MAST) hefur birt skýrslu um niðurstöður áburðareftirlits á árinu 2014. Alls stóðust 9 tegundir áburðar, af 41, ekki kröfur um efnainnihald; ýmist vegna of lítils magns næringarefna eða of mikils magns kadmíums. 

Í tilkynningu frá MAST kemur fram að við efnamælingar hafi komið í ljós að átta áburðartegundir voru með of lágt næringarefnainnihald miðað við það sem kom fram á umbúðum. „Þar af var ein með of lítið köfnunarefni, ein með of lítinn fosfór ein með of lítið kalí og átta með of lítinn brennistein. Í nokkrum tilfellum voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum,“ segir í tilkynningunni.
 
Óverulegt magn af kadmíum
 
„Ein tegund var með of mikið kadmíuminnihald samkvæmt ákvæðum reglugerða. Um óverulegt magn var að ræða eða innan við 0,1% af innfluttum áburði. Einn kaupandi hafði keypt vöruna og var hann upplýstur um niðurstöður efnagreininga þegar þær lágu fyrir. Allar þessar áburðartegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Ekki verður heimilt að dreifa þessum áburðartegundum til notenda við næsta innflutning fyrr en efnagreining á vegum stofnunarinnar sýnir fram á að áburðurinn uppfylli kröfur. 
 
Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum og voru alls 45 áburðarsýni af 41 áburðartegund tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar. 
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga. Einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.
 
Á árinu fluttu 23 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 273 tegundir. Alls voru flutt inn 60.961 tonn. Innlendir framleiðendur eru 14 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 37. Sjö fyrirtæki fluttu inn áburð og jarðvegsbætandi efni til jarðræktar, alls 80 tegundir og heildarmagn var 60.420 tonn.“

Skylt efni: Áburðareftirlit

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...