Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fastkjarnarafhlaða Nissan á að fara í tilraunaframleiðslu 2024 ef áætlanir ganga upp.
Fastkjarnarafhlaða Nissan á að fara í tilraunaframleiðslu 2024 ef áætlanir ganga upp.
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Höfundur: HKr.

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state), voru fréttirnar með metnaðarfullri tímalínu um að hefja tilraunaframleiðslu árið 2024. Einnig að slíkar rafhlöður yrðu komnar í bíla á árinu 2028.

Vissulega eru fastkjarnarafhlöður það sem rafbílaframleiðendur glíma nú hvað mest við. Volkswagen og Mercedes, Honda og Toyota stefna öll að þessu marki.

„Fyrsti bílaframleiðandinn sem kemur með slíkar rafhlöður í raðframleiðslu mun njóta mikilvægs samkeppnisforskots,“ sagði Thomas Schmall, forstjóri Volkswagen Group Components, í samtali við Porsche Consulting í lok apríl.

„Við eigum von á gangsetningu á fyrstu tilraunaverksmiðjum okkar á árinu 2025 eða 2026,“ sagði hann. Það er samt einu til tveim árum á eftir áætlunum Nissan sem hyggst setja slíka verksmiðju í gang 2024. Verður Nissan þá á undan Toyota sem var talið leiðandi á þessu sviði en það fyrirtæki viðurkenndi nýlega að þeirra tilraunaframleiðsla kæmist ekki í gang fyrr en 2025 eða 2026.

Nissan er undir miklum þrýst­ingi varðandi eigin hönnun á fastkjarnarafhlöðum. Þar á bæ halda menn fast að sér spilunum, en flestir aðrir bílaframleiðendur reiða sig á utanaðkomandi samstarfs­aðila. Volkswagen treystir á Quant­umScape. Prologium kynnti nýlega raunverulega rafhlöðu sem knýr LEV-bíla Gogoro, en Toyota er nú að hugsa um að taka höndum saman við Pansonic til að deila fjárfestingarbyrðinni.

Í öllum tilfellum byggja áætlanir um framleiðslu fastkjarna-rafhlaða á lengri drægni, minni framleiðslukostnaði, meiri orku­þétt­leika og meiri hleðsluhraða.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.