Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fastkjarnarafhlaða Nissan á að fara í tilraunaframleiðslu 2024 ef áætlanir ganga upp.
Fastkjarnarafhlaða Nissan á að fara í tilraunaframleiðslu 2024 ef áætlanir ganga upp.
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Höfundur: HKr.

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state), voru fréttirnar með metnaðarfullri tímalínu um að hefja tilraunaframleiðslu árið 2024. Einnig að slíkar rafhlöður yrðu komnar í bíla á árinu 2028.

Vissulega eru fastkjarnarafhlöður það sem rafbílaframleiðendur glíma nú hvað mest við. Volkswagen og Mercedes, Honda og Toyota stefna öll að þessu marki.

„Fyrsti bílaframleiðandinn sem kemur með slíkar rafhlöður í raðframleiðslu mun njóta mikilvægs samkeppnisforskots,“ sagði Thomas Schmall, forstjóri Volkswagen Group Components, í samtali við Porsche Consulting í lok apríl.

„Við eigum von á gangsetningu á fyrstu tilraunaverksmiðjum okkar á árinu 2025 eða 2026,“ sagði hann. Það er samt einu til tveim árum á eftir áætlunum Nissan sem hyggst setja slíka verksmiðju í gang 2024. Verður Nissan þá á undan Toyota sem var talið leiðandi á þessu sviði en það fyrirtæki viðurkenndi nýlega að þeirra tilraunaframleiðsla kæmist ekki í gang fyrr en 2025 eða 2026.

Nissan er undir miklum þrýst­ingi varðandi eigin hönnun á fastkjarnarafhlöðum. Þar á bæ halda menn fast að sér spilunum, en flestir aðrir bílaframleiðendur reiða sig á utanaðkomandi samstarfs­aðila. Volkswagen treystir á Quant­umScape. Prologium kynnti nýlega raunverulega rafhlöðu sem knýr LEV-bíla Gogoro, en Toyota er nú að hugsa um að taka höndum saman við Pansonic til að deila fjárfestingarbyrðinni.

Í öllum tilfellum byggja áætlanir um framleiðslu fastkjarna-rafhlaða á lengri drægni, minni framleiðslukostnaði, meiri orku­þétt­leika og meiri hleðsluhraða.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f