Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Mynd / MHH
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífrænt hænsnahús í Flóahreppi þar sem hænurnar gefa frá sér lífræn egg samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni.

Búið er með annað lífrænt hús á svæðinu í landi Miklholtshellis, en þar eru 12 þúsund lífrænar hænur. Nýja húsið er rúmlega 2000 m2 með vetrargörðunum þar sem mega vera allt að 18.000 fuglar. „Húsið er ætlað í lífræna eggjaframleiðslu og er nokkuð sérstakt vegna þess að það eru sérstakir vetrargarðar í því, sem eru yfirbyggð svæði þar sem fuglinn getur hlaupið um. Auk þess verða útisvæði þar sem fuglinn getur farið út en það er þó bannað í dag vegna fuglaflensu í villtum fuglum á Íslandi. Græni litur hússins á að vísa í lífræna framleiðslu og að allt sé vænt, sem vel er grænt,“ segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...