Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja.
Mynd / MHH
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífrænt hænsnahús í Flóahreppi þar sem hænurnar gefa frá sér lífræn egg samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni.

Búið er með annað lífrænt hús á svæðinu í landi Miklholtshellis, en þar eru 12 þúsund lífrænar hænur. Nýja húsið er rúmlega 2000 m2 með vetrargörðunum þar sem mega vera allt að 18.000 fuglar. „Húsið er ætlað í lífræna eggjaframleiðslu og er nokkuð sérstakt vegna þess að það eru sérstakir vetrargarðar í því, sem eru yfirbyggð svæði þar sem fuglinn getur hlaupið um. Auk þess verða útisvæði þar sem fuglinn getur farið út en það er þó bannað í dag vegna fuglaflensu í villtum fuglum á Íslandi. Græni litur hússins á að vísa í lífræna framleiðslu og að allt sé vænt, sem vel er grænt,“ segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...