Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nautakjöt flutt inn fyrir eina krónu
Mynd / Kyle Macie
Fréttir 11. janúar 2024

Nautakjöt flutt inn fyrir eina krónu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tollkvóti á nautgripakjöti mun kosta innflutningsaðila eina krónu á hvert kíló. Það er niðurstaða síðasta útboðs á tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu á fyrstu sex mánuðum ársins 2024.

Tvær úthlutanir tollkvóta fara nú fram ár hvert og hefur útboðsverðið á tollkvótum fyrir innflutning á nautgripakjöti frá ESB leitað upp á við undanfarin ár. Þannig var jafnvægisverðið 690 kr/kg á fyrstu sex mánuðum ársins 2023 og 550 kr/kg á síðari sex mánuðunum. Árið 2022, þegar þrjú útboð fóru fram, voru jafnvægisverðin 328, 347 og 551 kr/kg. Nú reyndist jafnvægisverðið ein króna fyrir kíló og geta því þeir innflutningsaðilar sem hrepptu kvótann flutt inn 348 tonn af nautakjöti án íþyngjandi tolla.

Einnig vekur athygli að eftirspurn eftir tollkvótum fyrir nautakjöt var minni í nýafstöðnu útboði en verið hefur. Árið 2023 var annars vegar gert tilboð í kaup á rúmlega 1.700 tonnum í fyrra útboði og tæplega 1.400 tonnum í því seinna. Nú var gert tilboð í 590 tonn.

Tíu tilboð bárust og tíu tilboðum var tekið. Þannig fengu allir þeir sem sóttust eftir kaupum á tollkvótum einhverju úthlutað. Ekran ehf. fékk langmest, eða ríflega 40% af heildarmagninu, samtals 141.639 kíló. Háihólmi ehf. fékk 67 tonn. Kjötmarkaðurinn ehf. fékk 38 tonn, Innes ehf. rúm 28 tonn, Garri ehf. rúm 16 tonn, OJK-Ísam ehf. og Samkaup hf. og Krónan ehf. fengu öll 15 tonn hvert. Aðföng fengu 10 tonn og Mata ehf. tvö tonn.

Sverrir Falur Björnsson.

Þessi gífurlega lækkun á jafnvægisverði skýtur sérstaklega skökku við þar sem innflutningur á nautakjöti hefur aukist þó nokkuð. Þannig voru flutt inn 907 tonn af nautakjöti árið 2022 en á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2023 voru tonnin tæplega 1.300.

„Ljóst er að á þessu ári munu ekki nema tæplega 60% innflutnings rúmast innan ESB-kvótans. Öfugt við hina almennu tollskrá er verð á tollkvótum fljótandi og tekur mið af eftirspurn hvers tíma. Hins vegar hafa verð á ESB-tollkvóta einnig verið töluvert lægri en aðrir innflutningskostir og því eðlilegt að innflytjendur keppist um að koma höndum yfir hann. Árið 2024 er bæði fyrirséður samdráttur í framleiðslu íslensks nautakjöts og spáð áframhaldandi fjölgun ferðafólks á Íslandi. Framboð er því að dragast saman á sama tíma og eftirspurn er að aukast.

Við þannig aðstæður hefði verið viðbúið að eftirspurn eftir tollkvótum, ódýrustu leiðinni til að flytja inn landbúnaðarvörur, myndi aukast og verðið á þeim jafnvel mjakast upp á við. Því koma niðurstöður síðasta útboðs svo á óvart,“ segir Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Sjá nánar í 1. tölublaði Bændablaðsins árið 2024 sem er komið út.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...