Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Mynd / Skútustaðahreppur
Fréttir 14. mars 2018

Næringarefni verða endurnýtt til uppgræðslu á Hólasandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir Skútustaðahrepp og 13 rekstraraðila hefur verið samþykkt. Umbótaáætlunin var gerð vegna krafna frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
 
Um er að ræða tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið og rekstraraðilar muni fullnægja kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa þar sem við á.
 
Helstu breytingar frá fyrri áætlun, sem skilað var inn 15. júní í fyrra, er að nýja umbótaáætlunin byggist á nýrri lausn sem felst í aðskilnaði svartvatns (frá salernum) og grávatns, söfnun svartvatns í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. 
 
Fram kemur í pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra að umbótaáætlunin er fjármögnuð að fullu og meginmarkmiðum skipt upp í áfanga til næstu fjögurra ára.
 
 „Umbótaáætlun er í raun orðin að umhverfisvænu stórverkefni í Mývatnssveit þar sem á sjálfbæran hátt er verið að nýta seyru til uppgræðslu á stað þar sem næringarefni skortir. Verkefnið nýtist sveitarfélaginu og fyrirtækjum sem vilja draga úr kolefnisspori sínu með því að græða upp land.  Landgræðslan dregur með þessu móti úr notkun á tilbúnum áburði til uppgræðslu ár hvert og með innkaupum sveitarfélagsins og rekstraraðila á vatnssparandi salernum sparast mikið magn af  vatni,“ segir Þorsteinn í pistli sínum. 
 
Sveitarstjórn hefur samþykkt umbótaáætlunina samhljóða og var sveitarstjóra falið að senda hana inn til heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Umbótaáætlunin verður kynnt opinberlega á næstunni þegar búið er að hnýta alla lausa enda. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...