Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Mynd / Skútustaðahreppur
Fréttir 14. mars 2018

Næringarefni verða endurnýtt til uppgræðslu á Hólasandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir Skútustaðahrepp og 13 rekstraraðila hefur verið samþykkt. Umbótaáætlunin var gerð vegna krafna frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
 
Um er að ræða tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið og rekstraraðilar muni fullnægja kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa þar sem við á.
 
Helstu breytingar frá fyrri áætlun, sem skilað var inn 15. júní í fyrra, er að nýja umbótaáætlunin byggist á nýrri lausn sem felst í aðskilnaði svartvatns (frá salernum) og grávatns, söfnun svartvatns í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. 
 
Fram kemur í pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra að umbótaáætlunin er fjármögnuð að fullu og meginmarkmiðum skipt upp í áfanga til næstu fjögurra ára.
 
 „Umbótaáætlun er í raun orðin að umhverfisvænu stórverkefni í Mývatnssveit þar sem á sjálfbæran hátt er verið að nýta seyru til uppgræðslu á stað þar sem næringarefni skortir. Verkefnið nýtist sveitarfélaginu og fyrirtækjum sem vilja draga úr kolefnisspori sínu með því að græða upp land.  Landgræðslan dregur með þessu móti úr notkun á tilbúnum áburði til uppgræðslu ár hvert og með innkaupum sveitarfélagsins og rekstraraðila á vatnssparandi salernum sparast mikið magn af  vatni,“ segir Þorsteinn í pistli sínum. 
 
Sveitarstjórn hefur samþykkt umbótaáætlunina samhljóða og var sveitarstjóra falið að senda hana inn til heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Umbótaáætlunin verður kynnt opinberlega á næstunni þegar búið er að hnýta alla lausa enda. 
Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...