Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á söfnun seyru og dreifingu á Hrunamannaafrétti.
Mynd / Skútustaðahreppur
Fréttir 14. mars 2018

Næringarefni verða endurnýtt til uppgræðslu á Hólasandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ný umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir Skútustaðahrepp og 13 rekstraraðila hefur verið samþykkt. Umbótaáætlunin var gerð vegna krafna frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
 
Um er að ræða tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið og rekstraraðilar muni fullnægja kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa þar sem við á.
 
Helstu breytingar frá fyrri áætlun, sem skilað var inn 15. júní í fyrra, er að nýja umbótaáætlunin byggist á nýrri lausn sem felst í aðskilnaði svartvatns (frá salernum) og grávatns, söfnun svartvatns í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. 
 
Fram kemur í pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra að umbótaáætlunin er fjármögnuð að fullu og meginmarkmiðum skipt upp í áfanga til næstu fjögurra ára.
 
 „Umbótaáætlun er í raun orðin að umhverfisvænu stórverkefni í Mývatnssveit þar sem á sjálfbæran hátt er verið að nýta seyru til uppgræðslu á stað þar sem næringarefni skortir. Verkefnið nýtist sveitarfélaginu og fyrirtækjum sem vilja draga úr kolefnisspori sínu með því að græða upp land.  Landgræðslan dregur með þessu móti úr notkun á tilbúnum áburði til uppgræðslu ár hvert og með innkaupum sveitarfélagsins og rekstraraðila á vatnssparandi salernum sparast mikið magn af  vatni,“ segir Þorsteinn í pistli sínum. 
 
Sveitarstjórn hefur samþykkt umbótaáætlunina samhljóða og var sveitarstjóra falið að senda hana inn til heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Umbótaáætlunin verður kynnt opinberlega á næstunni þegar búið er að hnýta alla lausa enda. 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara