Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross
Fréttir 21. júní 2016

Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel.

Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m  fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur.

Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“

Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skagfirskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann.

Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með  netfangið iing@simnet.is.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.