Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross
Fréttir 21. júní 2016

Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel.

Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m  fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur.

Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“

Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skagfirskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann.

Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með  netfangið iing@simnet.is.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...