Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross
Fréttir 21. júní 2016

Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel.

Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m  fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur.

Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“

Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skagfirskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann.

Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með  netfangið iing@simnet.is.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...