Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. september 2023

Myndað fyrir kortavefinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í sumar hefur sérútbúinn bíll á vegum Já keyrt um landið og tekið 360°myndir fyrir kortavef Já.is.

Bíllinn var til dæmis nýlega í Grímsey og Hrísey að taka myndir. Þetta er sjötta sumarið sem bíllinn keyrir um landið, en fyrsta ferðin var farin sumarið 2013.

Myndatakan háð veðri

„Í bílnum er tölva sem sýnir bílstjóranum þau svæði sem á að mynda og hvað búið er að mynda. Myndatakan er auðvitað háð því að veður sé gott og þurrt, svo það þarf stöðugt að vera að laga akstursáætlanir að veðurspám.

Eftir að tökum lýkur í sumar eru myndirnar fyrst keyrðar í gegnum hugbúnað sem skyggir m.a. bílnúmer og andlit fólks og svo yfirfarnar aftur af starfsfólki áður en þær eru birtar á kortavef Já.is í haust,” segir Mekkín Bjarkadóttir, viðskiptastjóri hjá Já.

Vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð myndaðir

Bíllinn og myndavélarnar í honum, ásamt bílstjóranum Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, hafa haft nóg að gera í sumar. „Já, já, meira en nóg að gera. Áherslan hefur verið lögð á að endurnýja myndir af helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni og bæta við nokkrum svæðum sem við eigum ekki myndir af.

Einnig að uppfæra hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem hafa tekið hvað mestum breytingum síðastliðna 12 mánuði. Við höfum nú þegar lokið landsbyggðinni og eigum bara eftir 1-2 daga á höfuðborgarsvæðinu.

30 þúsund nota Já.is kortið

Meðal nýrra svæða sem við mynduðum á landsbyggðinni í sumar eru Grímsey, Kárahnjúkar, Strandir, Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng og vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð,“ segir Mekkín. Á þessari slóð, https:// um.ja.is/360, er lifandi kort sem sýnir hvað er búið að mynda í sumar. Mekkín segir að um 130 þúsund manns noti Já.is kortið í hverjum mánuði og um 60 þúsund nota 360° myndirnar. Myndirnar eru einnig grunnurinn að „Já Flakk“, en leikurinn gefur fólki kost á að flakka um landið og giska á hvar það er statt.

Leikurinn fór í loftið í lok árs 2017 og hafa um 80 þúsund manns spilað leikinn frá upphafi. Sá sem hefur spilað leikinn oftast hefur klárað 2.488 leiki,“ segir Mekkín hlæjandi.

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll