Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Fréttir 5. mars 2018

Mykja, óþefur og umhverfisspjöll

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mykja frá hollenskum mjólkurbúum er orðin svo mikil að bændur eiga orðið svo erfitt með að losna við hana að til vandræða horfir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alþjóðasjóður villtra dýra, WWF, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% til að stemma stigu við vandanum.

Mjólkurframleiðsla í Hollandi er mikil þrátt fyrir smæð landsins og Holland fimmti stærsti útflytjandi mjólkur og mjólkurafurða í heimi enda um 1,8 milljón mjólkurkúa í landinu. 

Vandinn er aftur á móti sá að meðan mjólkin selst vel þá hleðst mykjan upp. Líkt og annars staðar í heiminum nota hollenskir bændur eins mikið af mykjunni eins og þeir geta sem áburð en vegna gríðarlegs magns hennar hafa þeir ekki undan að losa sig við hana. Komist hefur upp um kúabændur sem hafa gripið til þess óþverrabragðs að losa sig við mykjuna ólöglega með því að setja hana á afvikna staði og þverbrjóta þannig umhverfislög. Erfitt er að leyna losunarstöðunum þar sem mykja gefur af sér sterka og mjög einkennandi lykt sem finnst langar leiðir. Auk þess sem afrennsli hennar mengar grunnvatnið.

Annað ráð sem bændur hafa gripið til er að dæla allt of mikið af henni á akra og tún þrátt fyrir að lög í Hollandi geri ráð fyrir að bera megi meira af henni á en almennt gerist í löndum Evrópusambandsins.
Alþjóðasjóður villtra dýra, World wildlife fund, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% á næsta áratug til að stemma stigu við vandanum. Einnig hefur verið bent á að Holland er það land í Evrópu sem býr yfir hvað minnst af villti náttúru eða einungis 15% af flatarmáli landsins.

Talið er að um 80% kúabúa í Hollandi framleiði talsvert meira af mykju en þau geta losað sig við löglega og á síðasta ári greiddu þeir um 550 milljónir evra til að láta farga umfram mykju.

Skylt efni: Umhverfismál | mykja | Holland

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...