Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Fréttir 5. mars 2018

Mykja, óþefur og umhverfisspjöll

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mykja frá hollenskum mjólkurbúum er orðin svo mikil að bændur eiga orðið svo erfitt með að losna við hana að til vandræða horfir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alþjóðasjóður villtra dýra, WWF, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% til að stemma stigu við vandanum.

Mjólkurframleiðsla í Hollandi er mikil þrátt fyrir smæð landsins og Holland fimmti stærsti útflytjandi mjólkur og mjólkurafurða í heimi enda um 1,8 milljón mjólkurkúa í landinu. 

Vandinn er aftur á móti sá að meðan mjólkin selst vel þá hleðst mykjan upp. Líkt og annars staðar í heiminum nota hollenskir bændur eins mikið af mykjunni eins og þeir geta sem áburð en vegna gríðarlegs magns hennar hafa þeir ekki undan að losa sig við hana. Komist hefur upp um kúabændur sem hafa gripið til þess óþverrabragðs að losa sig við mykjuna ólöglega með því að setja hana á afvikna staði og þverbrjóta þannig umhverfislög. Erfitt er að leyna losunarstöðunum þar sem mykja gefur af sér sterka og mjög einkennandi lykt sem finnst langar leiðir. Auk þess sem afrennsli hennar mengar grunnvatnið.

Annað ráð sem bændur hafa gripið til er að dæla allt of mikið af henni á akra og tún þrátt fyrir að lög í Hollandi geri ráð fyrir að bera megi meira af henni á en almennt gerist í löndum Evrópusambandsins.
Alþjóðasjóður villtra dýra, World wildlife fund, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% á næsta áratug til að stemma stigu við vandanum. Einnig hefur verið bent á að Holland er það land í Evrópu sem býr yfir hvað minnst af villti náttúru eða einungis 15% af flatarmáli landsins.

Talið er að um 80% kúabúa í Hollandi framleiði talsvert meira af mykju en þau geta losað sig við löglega og á síðasta ári greiddu þeir um 550 milljónir evra til að láta farga umfram mykju.

Skylt efni: Umhverfismál | mykja | Holland

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...