Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kartöflugarður hjá Sigurbjarti Pálssyni, kartöflubónda í Skarði í Þykkvabæ, umflotinn vatni.
Kartöflugarður hjá Sigurbjarti Pálssyni, kartöflubónda í Skarði í Þykkvabæ, umflotinn vatni.
Mynd / SP
Fréttir 23. september 2021

Mygla kom upp í kartöflugörðunum og síðan tók við þrálát vætutíð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Mér er alveg hætt að lítast á blikuna,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Skarði í Þykkvabæ. Viðvarandi rigningartíð undanfarið gerir að verkum að ekki er hægt að sinna upptökustörfum, garðar eru blautir og ekki hægt að fara um þá þó svo að einn og einn þurr dagur komi inn á milli.

Sigurbjartur segir að allt leggist á eitt og hvert áfallið á fætur öðru komið upp. Vorið var kalt og seint sett niður og lítið að gerast í görðunum fram eftir sumri.

„Þetta leit ekki vel út í sumar, tíðin var ekki hagstæð en breyttist aðeins þegar kom fram í ágúst og þá tók allt vel við sér og spretta góð. Það má segja að sú uppskera sem náðist á þeim tíma hafi verið bærileg,“ segir hann.

Mun valda einhverju tjóni

Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Skarði í Þykkvabæ, segir hvert áfallið á fætur öðru hafi komið upp í kartöfluræktinni í Þykkvabæ þetta árið. 

Einmitt á þeim tíma sem tíð var til friðs uppgötvaðist mygla í kartöflum á svæðinu en Sigurbjartur segir kartöflubændur reyna hvað þeir geta að verjast henni og séu ávallt í viðbragðsstöðu. Það flæki málið að um þessar mundir er búið að banna notkun lyfja sem reyndust gott vopn í baráttunni gegn myglu og þeirra í stað er boðið upp á önnur sem virka ekki eins vel.

„Við getum haldið þessu niðri og drepið mygluna með því að nota lyf og fresta upptöku á meðan þau eru að virka, við þurfum 10 daga upp í hálfan mánuð til að fá lyfin til að virka,“ segir Sigurbjartur.

Hann segir ljóst að myglan muni valda kartöflubændum í Þykkvabæ einhverju tjóni en ekki ljóst enn hversu miklu. Þegar upp kemur sýking í görðum þarf að gæta sérlega vel að því að hún nái ekki inn í húsin, þá er voðinn vís. Telur hann að það hafi tekist núna.

Lítið sem ekkert byrjað á upptöku

Þegar baráttu við myglu var lokið var eins og við manninn mælt, næsta áfall reið yfir, rigningartíðin sem veldur því að ekki er hægt að taka upp að neinu gagni.

„Þetta gengur hægt, það er mikið eftir enn þá, þannig að við erum ekki í góðri stöðu þegar komið er þetta langt fram í september. Sem betur fer hefur ekki enn komið frostnótt hér um slóðir,“ segir Sigurbjartur. Litlar breytingar séu fram undan í veðurfari, rigningartíð virðist ríkjandi áfram.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...