Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Minnsta ríki BNA leyfir sölu
Fréttir 10. janúar 2023

Minnsta ríki BNA leyfir sölu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rhode Island, minnsta ríki Bandaríkja Norður-Ameríku, hefur stigið það skref, líkt og mörg önnur ríki í ríkjabandalaginu, að leyfa neyslu á kannabis í afþreyingarskyni.

Sala á efninu var leyfð undir ákveðnu eftirliti frá og með 1. desember síðastliðinn.

Í ríkinu eru sex sölustaðir með leyfi til að selja kannabis og fyrstu vikuna frá 1. til 7. desember nam salan 1,6 milljónum bandaríkjadala, eð rúmlega 228 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt fulltrúa eftirlitsaðila var tæplega helmingurinn seldur til afþreyingar en ríflega helmingurinn til þeirra sem nota kannabis í lækningaskyni.

Samkvæmt lögum í Rhode Island var ræktun á kannabis leyfð fyrir 21 árs og eldri í maí síðastliðinn. Um síðustu mánaðamót var sala þess leyfð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í lögunum er gert ráð fyrir að búið verði að náða þá sem dæmdir hafa verið fyrir kannabisneyslu fyrir 1. júlí 2024.

Skylt efni: kannabis

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...