Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Fréttir 22. september 2021

Minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reykmengunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Komið hefur í ljós að skógareldar eiga stóran þátt í minnkun úrkomu, samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vegna breytinga á veðurskilyrðum víða um heim er þurrkur sífellt algengari og víða kjöraðstæður til útbreiðslu skógarelda. Alheimshækkun hitastigs auk meiri tíðni og styrks þurrka veldur því einnig að eldurinn berst að grænni svæðum sem hann hefði ekki getað komist að áður vegna raka og skugga.

Við reykmengun eldanna þyrlast upp agnir til viðbótar við almenna uppgufun og sú samsetning veldur því að þegar „regn“ský myndast í kjölfarið þá eru þau mun þéttari en eðlilegt er, auk þess sem örsmáir vatnsdropar myndast innan slíkra skýja. Droparnir eru smærri en ella, sjaldnast nægilega þungir til þess að falla til jarðar og mynda þannig hringrás sem sýnir fram á að reykur skógareldanna stöðvar ferli regnmyndunar sem gæti komið í veg fyrir eða slökkt elda á byrjunarstigi. Þannig eykur reykurinn þurrkana og viðheldur eigin tilveru.

Þó þetta liti ástandið um allan heim, er rétt að taka fram að í sumum tilfellum gerir reykur hið gagnstæða og magnar úrkomu. Á svæðum regngskóga Amazon standa málin þannig að þó reykmengun plagi skýin, sem titluð eru lágský, veldur hún óveðursstormi í skýjum sem staðsett eru hærra í andrúmsloftinu og þá frekari náttúruhræringum en ella.

Skylt efni: Skógareldar | Reykmengun

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði
Fréttir 15. október 2021

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði

Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að ...

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði...

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frak...

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­k...

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að...

Flestallar línur að komast í jörð
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum...

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi ...

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita
Fréttir 13. október 2021

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nó...