Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Fréttir 22. september 2021

Minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reykmengunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Komið hefur í ljós að skógareldar eiga stóran þátt í minnkun úrkomu, samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vegna breytinga á veðurskilyrðum víða um heim er þurrkur sífellt algengari og víða kjöraðstæður til útbreiðslu skógarelda. Alheimshækkun hitastigs auk meiri tíðni og styrks þurrka veldur því einnig að eldurinn berst að grænni svæðum sem hann hefði ekki getað komist að áður vegna raka og skugga.

Við reykmengun eldanna þyrlast upp agnir til viðbótar við almenna uppgufun og sú samsetning veldur því að þegar „regn“ský myndast í kjölfarið þá eru þau mun þéttari en eðlilegt er, auk þess sem örsmáir vatnsdropar myndast innan slíkra skýja. Droparnir eru smærri en ella, sjaldnast nægilega þungir til þess að falla til jarðar og mynda þannig hringrás sem sýnir fram á að reykur skógareldanna stöðvar ferli regnmyndunar sem gæti komið í veg fyrir eða slökkt elda á byrjunarstigi. Þannig eykur reykurinn þurrkana og viðheldur eigin tilveru.

Þó þetta liti ástandið um allan heim, er rétt að taka fram að í sumum tilfellum gerir reykur hið gagnstæða og magnar úrkomu. Á svæðum regngskóga Amazon standa málin þannig að þó reykmengun plagi skýin, sem titluð eru lágský, veldur hún óveðursstormi í skýjum sem staðsett eru hærra í andrúmsloftinu og þá frekari náttúruhræringum en ella.

Skylt efni: Skógareldar | Reykmengun

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.