Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Fréttir 22. september 2021

Minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reykmengunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Komið hefur í ljós að skógareldar eiga stóran þátt í minnkun úrkomu, samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vegna breytinga á veðurskilyrðum víða um heim er þurrkur sífellt algengari og víða kjöraðstæður til útbreiðslu skógarelda. Alheimshækkun hitastigs auk meiri tíðni og styrks þurrka veldur því einnig að eldurinn berst að grænni svæðum sem hann hefði ekki getað komist að áður vegna raka og skugga.

Við reykmengun eldanna þyrlast upp agnir til viðbótar við almenna uppgufun og sú samsetning veldur því að þegar „regn“ský myndast í kjölfarið þá eru þau mun þéttari en eðlilegt er, auk þess sem örsmáir vatnsdropar myndast innan slíkra skýja. Droparnir eru smærri en ella, sjaldnast nægilega þungir til þess að falla til jarðar og mynda þannig hringrás sem sýnir fram á að reykur skógareldanna stöðvar ferli regnmyndunar sem gæti komið í veg fyrir eða slökkt elda á byrjunarstigi. Þannig eykur reykurinn þurrkana og viðheldur eigin tilveru.

Þó þetta liti ástandið um allan heim, er rétt að taka fram að í sumum tilfellum gerir reykur hið gagnstæða og magnar úrkomu. Á svæðum regngskóga Amazon standa málin þannig að þó reykmengun plagi skýin, sem titluð eru lágský, veldur hún óveðursstormi í skýjum sem staðsett eru hærra í andrúmsloftinu og þá frekari náttúruhræringum en ella.

Skylt efni: Skógareldar | Reykmengun

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...