Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Fréttir 22. september 2021

Minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reykmengunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Komið hefur í ljós að skógareldar eiga stóran þátt í minnkun úrkomu, samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vegna breytinga á veðurskilyrðum víða um heim er þurrkur sífellt algengari og víða kjöraðstæður til útbreiðslu skógarelda. Alheimshækkun hitastigs auk meiri tíðni og styrks þurrka veldur því einnig að eldurinn berst að grænni svæðum sem hann hefði ekki getað komist að áður vegna raka og skugga.

Við reykmengun eldanna þyrlast upp agnir til viðbótar við almenna uppgufun og sú samsetning veldur því að þegar „regn“ský myndast í kjölfarið þá eru þau mun þéttari en eðlilegt er, auk þess sem örsmáir vatnsdropar myndast innan slíkra skýja. Droparnir eru smærri en ella, sjaldnast nægilega þungir til þess að falla til jarðar og mynda þannig hringrás sem sýnir fram á að reykur skógareldanna stöðvar ferli regnmyndunar sem gæti komið í veg fyrir eða slökkt elda á byrjunarstigi. Þannig eykur reykurinn þurrkana og viðheldur eigin tilveru.

Þó þetta liti ástandið um allan heim, er rétt að taka fram að í sumum tilfellum gerir reykur hið gagnstæða og magnar úrkomu. Á svæðum regngskóga Amazon standa málin þannig að þó reykmengun plagi skýin, sem titluð eru lágský, veldur hún óveðursstormi í skýjum sem staðsett eru hærra í andrúmsloftinu og þá frekari náttúruhræringum en ella.

Skylt efni: Skógareldar | Reykmengun

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...