Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Mynd / TB
Fréttir 8. ágúst 2019

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðaltali neikvæð á Vestur- og Norðurlandi en jákvæð á Suðurlandi og Suðurnesjum. Ekki liggja fyrir nægar upp­lýsingar um afkoma á öðrum landsvæðum, Vestfjörðum og Austurlandi.
 
Þetta kemur fram í nýrri könnun á afkomu fyrirtækja í hótelrekstri sem KPMG gerði fyrir Ferðamálastofu, en niðurstaðan er sú að verulegur munur er á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
 
Versnandi afkoma úti á landi
 
Samanburður við árið 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík, en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrarafgangi. Ekki urðu miklar breytingar á milli ára á Norðurlandi en þar var einnig tap. 
 
Laun hærra hlutfall af tekjum á landsbyggðinni
 
Fram kemur einnig í könnuninni að laun sem hlutfall af tekjum er að jafnaði hærra hjá hótelum á landsbyggð en í höfuðborginni. Laun sem hlutfall af tekjum námu tæplega 45% hjá hótelum á landsbyggðinni á liðnu ári en hlutfallið var ríflega 36% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi. 
 
Fram kemur í könnuninni að rekstur hótela á landsbyggðinni hafi versnað á liðnum árum með einni undantekningu, 2016 var mjög gott ár í ferðaþjónustu, enda fjölgaði komum ferðamanna það ár um tæp 40% frá árinu á undan og gengi krónunnar hækkaði verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Tekjur jukust því bæði vegna fjölgunar ferðamanna og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar.
 
10 þúsund hótelherbergi í boði
 
Alls náði könnunin til fyrirtækja sem voru með 5.581 hótelherbergi í rekstri árið 2018 en hótelherbergi á landinu öllu eru um 10 þúsund talsins, þannig að þátttaka var yfir 55% mælt í fjölda herbergja. 
 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Hótel

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...