Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Mynd / TB
Fréttir 8. ágúst 2019

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðaltali neikvæð á Vestur- og Norðurlandi en jákvæð á Suðurlandi og Suðurnesjum. Ekki liggja fyrir nægar upp­lýsingar um afkoma á öðrum landsvæðum, Vestfjörðum og Austurlandi.
 
Þetta kemur fram í nýrri könnun á afkomu fyrirtækja í hótelrekstri sem KPMG gerði fyrir Ferðamálastofu, en niðurstaðan er sú að verulegur munur er á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
 
Versnandi afkoma úti á landi
 
Samanburður við árið 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík, en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrarafgangi. Ekki urðu miklar breytingar á milli ára á Norðurlandi en þar var einnig tap. 
 
Laun hærra hlutfall af tekjum á landsbyggðinni
 
Fram kemur einnig í könnuninni að laun sem hlutfall af tekjum er að jafnaði hærra hjá hótelum á landsbyggð en í höfuðborginni. Laun sem hlutfall af tekjum námu tæplega 45% hjá hótelum á landsbyggðinni á liðnu ári en hlutfallið var ríflega 36% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi. 
 
Fram kemur í könnuninni að rekstur hótela á landsbyggðinni hafi versnað á liðnum árum með einni undantekningu, 2016 var mjög gott ár í ferðaþjónustu, enda fjölgaði komum ferðamanna það ár um tæp 40% frá árinu á undan og gengi krónunnar hækkaði verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Tekjur jukust því bæði vegna fjölgunar ferðamanna og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar.
 
10 þúsund hótelherbergi í boði
 
Alls náði könnunin til fyrirtækja sem voru með 5.581 hótelherbergi í rekstri árið 2018 en hótelherbergi á landinu öllu eru um 10 þúsund talsins, þannig að þátttaka var yfir 55% mælt í fjölda herbergja. 
 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Hótel

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...