Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikill fjöldi plantna hefur dáið út
Fréttir 24. júní 2019

Mikill fjöldi plantna hefur dáið út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt gögnum grasa­fræðinga við Kew grasagarðinn í London hafa 571 plöntutegund dáið út síðustu tvær og hálfa öldina. Fjöldi skráðra plöntutegunda sem hafa dáið út á tímabilinu er tvöfalt meiri en tegundir fugla, spen- og froskdýra samanlagt.

Grasafræðingarnir segja að uppgefinn fjöldi byggi á skráðum tegundum sem hafi dáið út en sé ekki ágiskun. Því er líklegt að fjöldi þeirra sé mun meiri þar sem ekki sé til skrá yfir allar plöntutegundir í heiminum, hvað þá þær sem hafa dáið út á síðustu 250 árum.

Könnunin er sú fyrsta sem tekur saman lista yfir þann fjölda plantna sem eru útdauðar. Í listanum er greint frá því hvar viðkomandi planta óx og hvenær hún er skráð sem útdauð. Einnig kemur fram að flestar plöntur hafa dáið út á eyjum í hitabeltinu og þar sem skógareyðing er mikil.

Grasafræðingar við grasagarðinn í Kew hafa á undanförnum áratugum unnið við að safna erfðaefni úr plöntum sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Auk þess sem í garðinum er að finna fjölda eintaka af plöntum sem ekki lengur finnast villtar í náttúrunni. 

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...