Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikill fjöldi plantna hefur dáið út
Fréttir 24. júní 2019

Mikill fjöldi plantna hefur dáið út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt gögnum grasa­fræðinga við Kew grasagarðinn í London hafa 571 plöntutegund dáið út síðustu tvær og hálfa öldina. Fjöldi skráðra plöntutegunda sem hafa dáið út á tímabilinu er tvöfalt meiri en tegundir fugla, spen- og froskdýra samanlagt.

Grasafræðingarnir segja að uppgefinn fjöldi byggi á skráðum tegundum sem hafi dáið út en sé ekki ágiskun. Því er líklegt að fjöldi þeirra sé mun meiri þar sem ekki sé til skrá yfir allar plöntutegundir í heiminum, hvað þá þær sem hafa dáið út á síðustu 250 árum.

Könnunin er sú fyrsta sem tekur saman lista yfir þann fjölda plantna sem eru útdauðar. Í listanum er greint frá því hvar viðkomandi planta óx og hvenær hún er skráð sem útdauð. Einnig kemur fram að flestar plöntur hafa dáið út á eyjum í hitabeltinu og þar sem skógareyðing er mikil.

Grasafræðingar við grasagarðinn í Kew hafa á undanförnum áratugum unnið við að safna erfðaefni úr plöntum sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Auk þess sem í garðinum er að finna fjölda eintaka af plöntum sem ekki lengur finnast villtar í náttúrunni. 

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...