Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikill fjöldi plantna hefur dáið út
Fréttir 24. júní 2019

Mikill fjöldi plantna hefur dáið út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt gögnum grasa­fræðinga við Kew grasagarðinn í London hafa 571 plöntutegund dáið út síðustu tvær og hálfa öldina. Fjöldi skráðra plöntutegunda sem hafa dáið út á tímabilinu er tvöfalt meiri en tegundir fugla, spen- og froskdýra samanlagt.

Grasafræðingarnir segja að uppgefinn fjöldi byggi á skráðum tegundum sem hafi dáið út en sé ekki ágiskun. Því er líklegt að fjöldi þeirra sé mun meiri þar sem ekki sé til skrá yfir allar plöntutegundir í heiminum, hvað þá þær sem hafa dáið út á síðustu 250 árum.

Könnunin er sú fyrsta sem tekur saman lista yfir þann fjölda plantna sem eru útdauðar. Í listanum er greint frá því hvar viðkomandi planta óx og hvenær hún er skráð sem útdauð. Einnig kemur fram að flestar plöntur hafa dáið út á eyjum í hitabeltinu og þar sem skógareyðing er mikil.

Grasafræðingar við grasagarðinn í Kew hafa á undanförnum áratugum unnið við að safna erfðaefni úr plöntum sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Auk þess sem í garðinum er að finna fjölda eintaka af plöntum sem ekki lengur finnast villtar í náttúrunni. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...