Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér er loftmynd frá nýja Melahverfinu þar, sem mikil uppbygging hefur átt
sér stað.
Hér er loftmynd frá nýja Melahverfinu þar, sem mikil uppbygging hefur átt sér stað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá áramótum, eða 9,2%.

Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit.

Ef litið er aftur til 1. janúar 2021 er fjölgunin 103 íbúar, eða tæp 16%, sem verður að teljast harla gott. Linda Björk Pálsdóttir sveitar­stjóri er að vonum mjög ánægð.

„Við getum ekki annað en verið hæstánægð með þróunina og þá uppbyggingu, sem er í sveitarfélaginu, bæði í dreifbýli og þéttbýliskjörnum, Melahverfi og Kr osslandi og við búumst ekki við öðru en að sú uppbygging muni halda áfram á næstu misserum enda mikið í byggingu og fram undan í þeim efnum,“ segir Linda Björk.

Stutt í hvers kyns þjónustu

Þegar Linda Björk er spurð um ástæðuna fyrir þessari miklu fjölgun segir hún:

„Hvalfjarðarsveit er fjölskyldu­ vænt samfélag þar sem hlúð er að þjónustu við alla aldurshópa auk þess að vera í mikilli nálægð við náttúruna. Sveitarfélagið liggur miðsvæðis þar sem stutt er í hvers kyns þjónustu og atvinnu, sama í hvaða átt fólk kýs að leita. Besta auglýsingin er auðvitað ánægja íbúanna sem hér búa og þá ekki síður þeirra sem flutt hafa annars staðar frá og vilja hvergi búa í dag nema í Hvalfjarðarsveit.“

Fólk vill komast í sveitasæluna

Fólk á öllum aldri er að flytja í Hvalfjarðarsveit, fjölskyldur sem vilja komast í barnvænt samfélag og minni byggðakjarna eða sveitasælu, einstaklingar á vinnumarkaði eða einstaklingar sem hættir eru að vinna og vilja flytja í rólegra umhverfi þar sem nægt félagslíf er þó fyrir hendi.

„Það er alveg öll flóran myndi ég segja og alls ekki eitthvað eitt sem ræður úrslitum í þeim efnum þegar um gott samfélag er að ræða. Miðað við stöðuna í dag og hversu mikið er í byggingu og fram undan virðist ekkert lát á þessari íbúafjölgun og er það vel. Við munum halda áfram að tryggja lóðaframboð og skipuleggja ný íbúðasvæði og erum núna að vinna að 3. áfanga Melahverfis þar sem skipulagt verður um sex hektara svæði með íbúðum af mismunandi stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Linda Björk.

Nóg pláss í grunnskólanum og leikskólanum

Þegar talið berst að innviðum sveitarfélagsins og hvort það sé tilbúið að taka á móti svona mikilli íbúafjölgun kemur fram hjá sveitarstjóranum að grunnskóli sveitarfélagsins, Heiðarskóli, sé nýlegur skóli, sem geti vel tekið við fleiri nemendum og leikskólinn, Skýjaborg, er tveggja deilda leikskóli, sem ekki er fullsetinn í dag.

„Það er þó ljóst að það þarf að byggja nýjan leikskóla á næstu árum og verður gert ráð fyrir því í framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára þar sem hönnun hefst strax á næsta ári og bygging hans um leið og byggingu nýs íþróttahúss lýkur en sú framkvæmd er á lokametrum í hönnun og gera má ráð fyrir útboði í byrjun næsta árs, að framkvæmdir hefjist næsta vor eða sumar og að nýtt íþróttahús verði tilbúið árið 2024,“ segir Linda Björk.

Þá má geta þess að markvisst hefur verið unnið að því undanfarin ár að byggja upp göngu­ og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu, og er nýjum stígum bætt við á hverju ári auk þess sem framkvæmdir standa nú yfir við útivistarsvæði í Melahverfi þar sem m.a. verður körfuboltavöllur, ærslabelgur, ýmis leiktæki, grillaðstaða og svið þannig að gott samverusvæði er að verða til fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Nægt framboð af lóðum

Verktakar hafa verið duglegir að sækja um lóðir og byggja upp í Hvalfjarðarsveit, bæði í Melahverfi og Krosslandi, þannig að framboðið hefur verið til staðar, bæði hvað varðar húsnæði og lóðir.

„Það er afar ánægjulegt að þeir verktakar sem hafa áður byggt hjá okkur sækja aftur um lóðir og vilja halda áfram að byggja hér en það þykir okkur vænt um. Það má heldur ekki gleyma öllum þeim íbúum sem hafa t.d. byggt upp á jörðum foreldra sinna eða þeim íbúum sem keypt hafa landskika til uppbyggingar og vonandi heldur sú þróun líka áfram,“ segir Linda Björk.

Skylt efni: hvalfjarðarsveit

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...