Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð
Fréttir 23. desember 2020

Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Núll árangur“ er sagður vera í viðleitni fyrirtækjanna Coca-cola, Pepsi og Nestlé í að draga úr plastmengun. Coca-Cola er sagt mest plastmengandi fyrirtæki í heimi samkvæmt ársskýrslu Break Free From Plastic sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn plastmengun.

Samkvæmt skýrslunni fannst mest af plastumbúðum undan Coca-Cola á víðavangi eins og í fjörum, við árbakka og víðar í könnun sem náði til 55 landa og á síðasta ári voru plastumbúðir unda Kók algengasta plastruslið í 37 löndum af 51 sem könnunin náði til.
Samkvæmt talningu fundust við síðustu talningu 13.834 plastflöskur undan Coca-Cola en 5.155 flöskur undan

drykkjum frá PepsiCO og 8.633 frá Neslé. Vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi að vinsældir drykkjanna í löndunum sem talningin nær til getur haft áhrif á niðurstöðuna og svo hitt að hugsanlega eru þeir sem drekka Coca-Cola meiri umhverfissóðar en aðrir þótt slíkt sé umdeilanlegt.

Um 15 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í talningunni og alls fundust 346.494 plastumbúðir og af þeim voru 63% merktar framleiðanda.

Fyrr á þessu ári var talsverð umræða um stefnu Coca-Cola, PepsiCo, Nestlé og Unilever í umhverfismálum þegar greint var frá því að árleg mengun af völdum drykkjaríláta fyrirtækjanna væri um hálf milljón tonn í sex þróunarlöndum. Magnið er sagt nóg til að þekja 83 knattspyrnuvelli á hverjum degi.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara