Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga
Fréttir 3. desember 2015

Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samantekt á hitatölum frá veðurstöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga.

Mælingarnar sýna að hitastig síðustu tólf mánaða er hærra en nokkru sinni áður og að meðalhitinn á jörðinni hafi hækkað öll árin frá 2011 til 2015. Ástæða hækkunarinnar er rakin til veðurfyrirbærisins El Nino og losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sem valda hækkun á lofthita.

0,73° á Celsíus hærra en í viðmiðunarárum

Samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni var hiti 2015 við jarðvegsyfirborð 0,73° á Celsíus hærri en meðaltal áranna 1961 til 1990 og 1° á Celsíus hærri en meðaltal á Bretlandseyjum árin 1880 til 1899.

Mælingar sýna einnig að magn koltvísýrings í andrúmslofti hefur náð nýjum hæðum og að síðastliðið vor hafi magn þess farið í fyrsta skiptið yfir 400 hluta úr milljón á norðurhveli.

Mörg met slegin

Að mati Alþjóðaveðurfræði­stofnunarinnar er líklegt að fjöldi ólíkra hitameta verði sleginn árið 2015. Þar á meðal er líklegt að hiti sjávar verði sá hæsti frá upphafi mælinga.  Samanburður á hitatölum undanfarinna áratuga þykja sanna að brennsla á jarðefnaeldsneyti og losun koltvísýrings vegna þess sé helsti orsaka valdur hlýnunarinnar. Auk þess sem hlýnun af völdum El Nino hefur verið óvenjumikil á yfirstandandi ári. Spár gera ráð fyrir að fyrirbærið El Nino muni verða enn öflugra árið 2016 og að enn eitt hitametið verði slegið á næsta ári.

Hitabylgjur verða algengar 2016

Búast má við að hitabylgjur muni valda vandræðum víða um heim á næsta ári. Til dæmis í Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og að á svæðum á Indlandi geti hitinn farið yfir 45° á Celsíus í langan tíma í einu.

Niðurstöðurnar eru birtar í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...