Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glaðbeittir smábændur í Kenía sem notið hafa góðs af aðstoð frá One Acre Fund.
Glaðbeittir smábændur í Kenía sem notið hafa góðs af aðstoð frá One Acre Fund.
Mynd / One Acre Fund
Fréttir 5. febrúar 2020

Með aðstoð og ráðgjöf hefur tekist að gera um milljón smábændur sjálfbjarga

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Smálánaverkefnið „One Acre Fund“, sem var sett á fót í Kenía 2006 til að aðstoða bændur í dreifðum byggðum sunnan Sahara, virðist vera að skila afar góðum árangri. 
 
One Acer Fund var stofnað af Andrew Youn í Bungoma í Kenía í febrúar árið 2006. Fékk hann til liðs við sig Eric Pohlman í Rúanda og John Gachunga í Kenía. Stofnuðu þeir óhagnaðar­drifið samfélagslegt verkefni til að hjálpa fátækum bændum.
 
Andrew Youn er heilinn á bak við stofnun One Acre Fund. 
Andrew Youn, sem er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management, hefur hlotið fjölda  viðurkenninga frá virtum háskólum, ýmsum stofnunum og fjölmiðlum fyrir þetta framtak sitt. 
 
Framlög sjóðsins eru ekki endi­lega í formi peninga, heldur oftar í formi sáðkorns, útsæðis, áburðar, ráðgjafar eða annarrar aðstoðar m.a. við markaðssetningu og dreifingu. Er þetta byggt á þeirri hugmyndafræði að bændur séu lykillinn að því að gera fólks sjálfbjarga. Með því að leiðbeina þeim og aðstoða með útsæði og annað sé hægt að gjörbreyta stöðu fólks sem lifað hefur við sárafátækt og hungur.
 
Úr því að aðstoða 38 bændur 2006 í milljón bændur 2020
 
Við stofnun verkefnisins árið 2006 voru þátttakendur einungis 38 bændur. Árið 2018 voru skjólstæðingar sjóðsins orðnir 800.000 í sex löndum, Kenía, Burundi, Malavi, Rúanda, Tanzaníu og Úganda. Af þessum fjölda 2018 voru 350 þúsund býli í Kenía. 
 
Á árinu 2019 var sjóðurinn að aðstoða 925.000 fjölskyldur smábænda og 2020 er búist við að sjóðurinn muni aðstoða um eina milljón bænda og fjölskyldur þeirra sem telja samtals um 5 milljónir manna. Með þessari aðstoð munu þessar fjölskyldur framleiða nægan mat sem dugar til að fæða 5 milljónir nágranna þeirra til viðbótar. 
 
Forsvarsmenn sjóðsins segja þetta aðeins toppinn á ísjakanum, því að með þessari aðstoð tali þessir milljón bændur einni röddu sem hafi smitandi áhrif út í samfélagið. Það valdi síðan jákvæðri keðjuverkun og veldisvaxandi samfélagsbata.  
 
 
Úr örbirgð til bjargálna
 
Í frétt um starfsemi sjóðsins síðla á síðasta ári er t.d. rætt við hina 40 ára gömlu Beatrice Mulwale sem er smábóndi í vesturhluta Kenía. Hún á landskika sem ekki hafði gefið af sér næga uppskeru til að brauðfæða fjölskylduna. 
 
„Áður en ég fór í samstarf við One Acre Fund átti ég í miklum erfiðleikum. Það var erfitt að verða sér úti um útsæði og það var enga ráðgjöf að hafa um hvernig best væri að standa að ræktun,“ sagði Mulwale. 
 
„Eftir að ég hóf þátttöku í þessu verkefni hefur allt breyst til betri vegar. Þeir kenndu okkur hvernig ætti að yrkja jörðina og útveguðu okkur einnig útsæði sem við skilum svo til baka með vöxtum af okkar uppskeru.“
 
Úr tveim pokum af maís á hektara í 24
 
Hinn sextugi Maurice Lumbe segir svipaða sögu. Hann hóf vinnu við smíðar þegar hann sá fram á að búskapurinn gaf ekki nóg af sér til að framfleyta sér, eiginkonu og sex börnum. 
 
„Ég á 2,5 hektara lands þar ég stunda landbúnað á um 2 hekturum,“ sagði Lumbe. 
 
„Lífið var mjög erfitt fyrir mig þar sem ég uppskar aðeins einn poka af maís af hverjum hektara. Það var ekki nægilegt til að það tæki því að selja það svo ég notaði maísinn í fæðu fyrir mína fjölskyldu. Samt dugði það ekki til.“
 
Lumbe segir að eftir að hann hóf samstarf við One Acre Fund árið 2009 hafi líf hans gjörbreyst. Nú geti hann auðveldlega nýtt afrakstur af jörðinni til að framfleyta fjölskyldunni.
 
„Ég næ nú auðveldlega 12 pokum af maís af hverjum hálfum hektara lands,“ segir Lumbe. „Þá hefur sjóðurinn einnig gert mér kleift að byggja hús yfir fjölskylduna og koma krökkunum í skóla,“  segir Lumbe. 
 
Chantal Nyirampozayo, Solange Nyirarukundo, og Suzan Mukabahiz undirbúa jarðveg á jörðinni Solanges í Gitega í Rúanda fyrir útsæði. Mynd / One Acre Fund
 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands